Kristín Pálsdóttir, 88 ára, búsett í Kópavogi, færði öldrunarþjónustu Landspítala - háskólasjúkrahúss veglegar gjafir. Hún vildi fjármagna tækjakaup sem stuðluðu að bættri þjónustu við aldraða. Fyrir hennar tilstilli var keypt fullkomið jafnvægisgreininga- og þjálfunartæki frá Neurcom Intl, að verðmæti fjórar milljónir og margvísleg augnlækningatæki að verðmæti 1,2 milljónir, þar á meðal tæki sem gerir mögulegt að mæla styrk gleraugna án samvinnu sjúklingsins. Það getur verið mjög mikilvægt þegar minnissjúkir og heyrnarskertir eiga í hlut.
Höfðingleg gjöf frá eldri konu
Höfðingleg gjöf frá eldri konu