Geðræktarvika starfsmanna á LSH 2. - 6. apríl 2001
Í tilefni af alþjóða heilbrigðisdeginum 7. apríl hvetur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin stjórnvöld og almenning um heim allan til að vinna heilshugar að eflingu geðheilbrigðis. Að þessu tilefni hefur landlæknisembættið og Geðrækt hvatt til aðgerða hér á landi undir kjörorðunum: ,,Ekki líta undan ! Láttu þér annt um andlega heilsu".
Skrifstofa starfsmannamála er í samstarfi við Landlæknisembættið og Geðrækt af þessu tilefni og hefur ákveðið að nota vikuna 2. - 6. apríl til að vekja athygli á gildi góðra samskipta fyrir líðan starfsmanna. Settur var á laggirnar samstarfshópur og undirbúin dagskrá sem felst einkum í stuttum heimsóknum á deildir spítalans til að vekja athygli á gildi góðra samskipta. Jafnframt bjóða prestar og djákni spítalans bænastundir og sjúkraþjálfarar slökun.
Tilgangur með dagskránni er fyrst og fremst að vekja athygli á gildi góðra samskipta á vinnustað og benda á leiðir til að bæta líðan fólks í starfi.
Heimsóknir á deildir í geðræktarviku:
Mánudagur 2. apríl | Hringbraut |
Þriðjudagur 3. apríl | Fossvogur |
Miðvikudagur 4. apríl | Kvennadeild, Blóðbanki, Hvítaband, Geðdeildir Hringbraut, Eiríksstaðir, Rauðarárstígur Þverholt, Ármúli, BUGL |
Fimmtudagur 5.apríl | Vífilsstaðir, Kópavogur, Grensás, |
Föstudagur 6. apríl | Kleppur, Arnarholt, Landakot, Tunguháls |
Bænastundir í kapellum við Hringbraut, á Landakoti og í Fossvogi:
Mánudag 2. apríl, kl. 12:00 - 12:15
Þriðjudagur 3. apríl, kl. 12:00 -12:15
Miðvikudagur 4. apríl, kl. 12:00 - 12:15
Slökun og líkamsvitund hjá sjúkraþjálfurum á geðdeildum við Hringbraut
Mánudagur 2. apríl, kl. 14:30 - 15:30
Jafnframt eru starfsmönnum boðin sérstök kjör á sýningu leikritsins Háloftið á vegum Kaffileikhússins fimmtudaginn 5. apríl, kl. 21:00. Háaloftið fjallar um geðhvarfasýki á gamansaman hátt og hefur hlotið mjög góða dóma.
Skrifstofa starfsmannamála og samstarfshópur um góð samskipti á Landspítala - háskólasjúkrahúsi hvetja starfsmenn til að taka þátt í dagskrá geðræktarvikunnar og leggja sitt af mörkum til að efla góð samskipti á spítalanum.