Fyrirlestur um breytingar í umhverfi heilbrigðisfyrirtækja
10. maí 2001
Kl. 8:30 – 10:00 í Víkingasal Hótels Loftleiða
Breytum rétt
Landspítali – háskólasjúkrahús stendur fyrir morgunverðarfyrirlestri með Dr. Miles F. Shore, prófessor frá Harvard, um breytingar í umhverfi heilbrigðisfyrirtækja. Þetta er liður í "Vordegi spítalans" þann 10. maí en þá verður einnig ársfundur hans og kynning á nokkrum vísinda- og rannsóknarverkefnum starfsmanna stofnunarinnar. Allir eru velkomnir á fyrirlesturinn meðan húsrúm leyfir.
Þátttakendur þurfa að skrá sig á skrifstofu starfsmannamála í síma 560 2950 eða sigridas@landspitali.is fyrir
8. maí.
Dr. Miles F. Shore fjallar um þær miklu breytingar sem eru að eiga sér stað í umhverfi heilbrigðisfyrirtækja um heim allan. Hann veltir upp og leitast við að svara eftirfarandi spurningum:
Hvað veldur því að heilbrigðisfyrirtæki um allan heim þurfa að breytast?
Hvers vegna eru heilbrigðisfyrirtæki og heilbrigðisstarfsmenn tregir til breytinga?
Hvert er hlutverk leiðtoga við þessar aðstæður?
Eiga þeir að berjast gegn breytingunum?
Ef þeir neyðast til þess að takast á við breytingar, hvernig gera þeir það?
Miles F. Shore M.D. er prófessor í geðlækningum við Harvard Medical School. Hann útskrifaðist frá Harvard árið 1954 og starfaði meðan á námi stóð og að því loknu við ýmsar heilbrigðisstofnanir í Bandaríkjunum. Hann hefur verið í prófessorstöðu við Harvard síðan árið 1975 og frá árinu 1993 hefur hann einnig kennt á leiðtoganámskeiðum og ýmsum öðrum stjórnendanámskeiðum við Kennedy skóla Harvard. Dr. Shore hefur starfað sem ráðgjafi fyrir fjölda spítala og önnur heilbrigðisfyrirtæki bæði innan Bandaríkjanna og utan.