Stofnfundur fagfólks um endurhæfingu
Stofnfundur Félag íslensks fagfólks um endurhæfingu (FÍFE) verður föstudaginn 27. apríl 2001, kl. 14:00 – 16:00 í sal Læknafélags Íslands, Hlíðasmára 8, Kópavogi.
Dagskrá
Magnús Ólason læknir setur fundinn
Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra flytur ávarp
Stofnun félags og stjórnarkjör
Saga endurhæfingar á Íslandi – Haukur D. Þórðarson læknir
Kaffihlé
Hvað eru lífsgæði ? Um verðmætamat og fleira – Jón Kalmansson heimspekingur
Fundarslit
Í tilkynningu frá undirbúningsnefnd vegna stofnfundarins segir meðal annars: "Snemma á síðasta ári var birt skýrsla starfshóps undir nafninu "Stefnumótun í endurhæfingu – þverfagleg sýn." Í starfshópnum sátu fulltrúar frá flestum þeim fagstéttum sem koma að endurhæfingarmálum. Í skýrslunni er lagt til að stofnað verði þverfaglegt fræðafélag. Í því skyni var undirbúningsnefnd sett á laggirnar og hóf hún störf fyrir nokkrum mánuðum. Magnús Ólason endurhæfingarlæknir stýrði undirbúningsstarfinu en auk hans sitja í nefndinni fulltrúar frá félögum sálfræðinga, stoðtækjafræðinga, talmeinafræðinga, hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa, iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara. Markmiðið var að stærstu fagfélögin stæðu að stofnun fræðafélags en það yrði síðan opið öllum þeim fagmönnum sem áhuga hafa."