Framkvæmdastjórn spítalans hefur sent frá sér tilkynningu sem varðar ákvörðun um skipulag klínískrar starfsemi á stofnuninni.
Tilkynning frá framkvæmdastjórn Landspítala – háskólasjúkrahúss
vegna ákvörðunar um skipulag klínískrar starfsemi.
Á fundi framkvæmdastjórnar 20. mars 2001 var ákveðið að fyrir lok apríl yrði staðsetning og skipulag slysa- og bráðaþjónustu spítalans ákveðin, þar á meðal vegna hjartalækninga. Að því hefur síðan verið unnið. Danskir ráðgjafar hafa skilað ítarlegri skýrslu um húsnæðisþörf spítalans og fjallað hefur verið um málið meðal yfirstjórnar og stjórnenda sviða og deilda.
Ákvörðun um staðsetningu og skipulag bráðaþjónustunnar er mikilvægt en jafnframt flókið viðfangsefni. Ekki tókst að leiða það til lykta á þeim tíma sem ætlaður var til þess. Fyrir því eru þær ástæður að afla verður meiri gagna innan stofnunarinnar, í öðru lagi þarf að leita samanburðar hjá sjúkrahúsum erlendis og í þriðja lagi er talsverður munur á skoðunum innan spítalans á því hvaða leið eigi að velja.
Framkvæmdastjórn hefur af þessum ástæðum ákveðið að fresta ákvörðun um staðsetningu og skipulag slysa og bráðaþjónustu Landspítala – háskólasjúkrahúss fram í miðjan júní 2001.
Tilkynning frá framkvæmdastjórn Landspítala – háskólasjúkrahúss
vegna ákvörðunar um skipulag klínískrar starfsemi.
Á fundi framkvæmdastjórnar 20. mars 2001 var ákveðið að fyrir lok apríl yrði staðsetning og skipulag slysa- og bráðaþjónustu spítalans ákveðin, þar á meðal vegna hjartalækninga. Að því hefur síðan verið unnið. Danskir ráðgjafar hafa skilað ítarlegri skýrslu um húsnæðisþörf spítalans og fjallað hefur verið um málið meðal yfirstjórnar og stjórnenda sviða og deilda.
Ákvörðun um staðsetningu og skipulag bráðaþjónustunnar er mikilvægt en jafnframt flókið viðfangsefni. Ekki tókst að leiða það til lykta á þeim tíma sem ætlaður var til þess. Fyrir því eru þær ástæður að afla verður meiri gagna innan stofnunarinnar, í öðru lagi þarf að leita samanburðar hjá sjúkrahúsum erlendis og í þriðja lagi er talsverður munur á skoðunum innan spítalans á því hvaða leið eigi að velja.
Framkvæmdastjórn hefur af þessum ástæðum ákveðið að fresta ákvörðun um staðsetningu og skipulag slysa og bráðaþjónustu Landspítala – háskólasjúkrahúss fram í miðjan júní 2001.