Landspítali - háskólasjúkrahús og Háskóli Íslands semja um formlegt samstarf
Háskóli Íslands og Landspítali - háskólasjúkrahús hafa náð samningi um hlutverk hvors aðila í formlegu samstarfi stofnananna. Samningurinn gildir til 5 ára og hefur í för með sér miklar breytingar á stjórnun og skipulagi varðandi fræðslu og þjálfun háskólamenntaðra heilbrigðisstétta.
Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Páll Skúlason rektor Háskóla Íslands og Magnús Pétursson forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss undirrituðu samninginn að viðstöddum fjölda starfsmanna og gesta og fulltrúum fjölmiðla. Undirritunin fór fram að loknum ársfundi spítalans, þar sem var húsfyllir. Þar var 21 starfsmaður Landspítala - háskólasjúkrahúss heiðraður fyrir vel unnin störf.
Samningur LSH og HÍ
Fréttatilkynning um samning LSH og HÍ
Starfsmenn sem voru heiðraðir á ársfundinum