Ræður á ársfundi Landspítala - háskólasjúkrahúss
10. maí 2001
Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra:
Eins og þið vitið öll liggja nú fyrir úttektir og álit á því hvernig heppilegast er að byggja háskólasjúkrahúsið upp. Ég hef farið yfir þessi mál og ég hef nú ákveðið að setja saman undirbúningshóp sérfróðra manna til að fara yfir fyrirliggjandi gögn og gera síðan tillögu til mín um næstu skref varðandi uppbyggingu og framtíðar byggingar spítalans. Starfshópurinn verður undir forsæti ráðuneytisins og finnst mér ekki óeðlilegt að í honum verði fulltrúi
spítalans og Háskólans. Ég mun á allra næstu dögum ræða þetta mál við forstjóra og rektor og ég legg áherslu á að ég fái fljótt í hendur tillögurnar. Ég sé Þetta er stórt mál og það þarf að vanda vel undirbúning uppbyggingarinnar, en það má ekki dragast úr hömlu að ákveða næstu skref.
Mér það ánægjuefni að geta sagt ykkur að ég hef ákveðið að setja fé til að innrétta og þar með stórbæta alla aðstöðu á E7 - nýrri hæð í Fossvoginum, sem verður til mikilla hagsbóta fyrir bæði sjúklinga og starfsfólk og auðveldar alla skipulagningu suður frá.
Ræða heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í heild
Guðný Sverrisdóttir formaður stjórnarnefndar:
Landspítali – háskólasjúkrahús er stofnun fólksins í landinu. Það gerir þá eðlilegu kröfu að hún þjóni sjúklingum eins og best verður á kosið. Allt okkar starf hlýtur að hafa að leiðarljósi að uppfylla þær kröfur. Almenningur verður um leið að fylgjast vel með því sem hér fer fram og taka þátt í því að gera góða stofnun enn betri. Mikilvægur liður í því er að fá fólk utan stofnunarinnar til að sitja í mikilvægum nefndum og ráðum spítalans sem fjalla um starfsemina og hefur það verið gert í vaxandi mæli.
Ræða stjórnarformanns í heild
10. maí 2001
Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra:
Eins og þið vitið öll liggja nú fyrir úttektir og álit á því hvernig heppilegast er að byggja háskólasjúkrahúsið upp. Ég hef farið yfir þessi mál og ég hef nú ákveðið að setja saman undirbúningshóp sérfróðra manna til að fara yfir fyrirliggjandi gögn og gera síðan tillögu til mín um næstu skref varðandi uppbyggingu og framtíðar byggingar spítalans. Starfshópurinn verður undir forsæti ráðuneytisins og finnst mér ekki óeðlilegt að í honum verði fulltrúi
spítalans og Háskólans. Ég mun á allra næstu dögum ræða þetta mál við forstjóra og rektor og ég legg áherslu á að ég fái fljótt í hendur tillögurnar. Ég sé Þetta er stórt mál og það þarf að vanda vel undirbúning uppbyggingarinnar, en það má ekki dragast úr hömlu að ákveða næstu skref.
Mér það ánægjuefni að geta sagt ykkur að ég hef ákveðið að setja fé til að innrétta og þar með stórbæta alla aðstöðu á E7 - nýrri hæð í Fossvoginum, sem verður til mikilla hagsbóta fyrir bæði sjúklinga og starfsfólk og auðveldar alla skipulagningu suður frá.
Ræða heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í heild
Guðný Sverrisdóttir formaður stjórnarnefndar:
Landspítali – háskólasjúkrahús er stofnun fólksins í landinu. Það gerir þá eðlilegu kröfu að hún þjóni sjúklingum eins og best verður á kosið. Allt okkar starf hlýtur að hafa að leiðarljósi að uppfylla þær kröfur. Almenningur verður um leið að fylgjast vel með því sem hér fer fram og taka þátt í því að gera góða stofnun enn betri. Mikilvægur liður í því er að fá fólk utan stofnunarinnar til að sitja í mikilvægum nefndum og ráðum spítalans sem fjalla um starfsemina og hefur það verið gert í vaxandi mæli.
Ræða stjórnarformanns í heild