Starfsmenn Blóðbankans leita eftir stuðningi
Blóðbankinn kallar á starfsmenn í heilbrigðisþjónustu og hvetur þá til að koma og gefa blóð. Tilefnið er alþjóðadagur blóðgjafa 23. maí. Núna í þessari viku, frá 21. til 25. maí, fara starfsmenn Blóðbankans víða um sjúkrahúsið í þessum tilgangi. Margir starfsmenn í heilbrigðisþjónustu halda að þeir geti ekki gefið blóð, starfs síns vegna. Í fæstum tilfellum er það rétt. Starfsmenn í heilbrigðisþjónustu geta yfirleitt gefið blóð eins og flestir aðrir og eru því hvattir til þess að gerast blóðgjafar. Blóðbankinn hefur vegna þessa tekið saman fáein atriði sem þarf að hafa í huga í þessu sambandi.
Starfsmenn í Blóðbankanum gefa væna kvittun fyrir hverri innlögn í átaksvikunni. Allir sem fara í Blóðbankann og gefa blóð fá vöfflur með rjóma og ekki nóg með það, stuttermabol líka. Blómabændur ætla þar að auki að gefa rós hverjum blóðgjafa sem kemur mánudag, þriðjudag og miðvikudag.
Opið verður í Blóðbankanum sem hér segir:
Mánudagur 21. maí 8:00 til 19:00
Þriðjudagur 22. maí 08:00 til 15:00
Miðvikudagur 23. maí 08:00 til 15:00
Fimmtudagur 24. maí LOKAÐ (Uppstigningardagur)
Föstudagur 25. maí 08:00 til 12:00