Heilbrigðisráðherra skipar starfsnefnd
um framtíðaruppbyggingu spítalans
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur ákveðið að skipa starfsnefnd til að fara yfir fyrirliggjandi gögn og hugmyndir um framtíðaruppbyggingu Landspítala - háskólasjúkrahúss á höfuðborgarsvæðinu. Starfsnefndinni er í fyrsta lagi falið að gera grein fyrir þeim möguleikum sem helst eru taldir koma til greina. Í öðru lagi greina kosti þeirra og galla og í þriðja lagi að leggja fram tillögur um staðsetningu og hvernig standa beri að uppbyggingu spítalans..
Í starfsnefndinni eiga sæti:
Ingibjörg Pálmadóttir fyrrverandi heilbrigðisráðherra, formaður,
Magnús Pétursson forstjóri Landspítala - háskólasjúkrahúss og
Páll Skúlason rektor Háskóla Íslands.
Ritarar starfsnefndarinnar eru Ragnheiður Haraldsdóttir skrifstofustjóri heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis og Ingólfur Þórisson framkvæmdastjóri skrifstofu tækni og eigna.
Formanni starfsnefndarinnar er falin verkefnissstjórn samkvæmt ákvörðun ráðherra, jafnframt því sem starfsnefndinni er heimilt að leita sérfræðiráðgjafar eftir því sem nauðsynlegt er talið, að höfðu samráði við ráðherra. Þá er starfsnefndinni falið að eiga samstarf við skipulags- og þróunarnefnd LSH og viðkomandi skipulagsyfirvöld
Þess er óskað að starfsnefndin skili ráðherra gerinargerð sinni fyrir lok nóvember 2001.
um framtíðaruppbyggingu spítalans
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur ákveðið að skipa starfsnefnd til að fara yfir fyrirliggjandi gögn og hugmyndir um framtíðaruppbyggingu Landspítala - háskólasjúkrahúss á höfuðborgarsvæðinu. Starfsnefndinni er í fyrsta lagi falið að gera grein fyrir þeim möguleikum sem helst eru taldir koma til greina. Í öðru lagi greina kosti þeirra og galla og í þriðja lagi að leggja fram tillögur um staðsetningu og hvernig standa beri að uppbyggingu spítalans..
Í starfsnefndinni eiga sæti:
Ingibjörg Pálmadóttir fyrrverandi heilbrigðisráðherra, formaður,
Magnús Pétursson forstjóri Landspítala - háskólasjúkrahúss og
Páll Skúlason rektor Háskóla Íslands.
Ritarar starfsnefndarinnar eru Ragnheiður Haraldsdóttir skrifstofustjóri heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis og Ingólfur Þórisson framkvæmdastjóri skrifstofu tækni og eigna.
Formanni starfsnefndarinnar er falin verkefnissstjórn samkvæmt ákvörðun ráðherra, jafnframt því sem starfsnefndinni er heimilt að leita sérfræðiráðgjafar eftir því sem nauðsynlegt er talið, að höfðu samráði við ráðherra. Þá er starfsnefndinni falið að eiga samstarf við skipulags- og þróunarnefnd LSH og viðkomandi skipulagsyfirvöld
Þess er óskað að starfsnefndin skili ráðherra gerinargerð sinni fyrir lok nóvember 2001.