Jóhannes Geir Jónsson listmálari færði nýrnadeild 13B nýlega málverk að gjöf en hann er sjúklingur á deildinni. Listmálaranum hafði þótt veggur einn á deildinni, sem hann horfði oft á, óþægilega hvítur. Veggnum færi betur að skarta fögru málverki. Úr því bætti hans svo sjálfur með því að gefa deildinni málverk eftir sig. Það heitir "Hestamenn í Víðidal". Páll Ásmundsson yfirlæknir og Hildur Einarsdóttir deildarstjóri veittu málverkinu viðtöku.
Jóhannes Geir gefur málverk á nýrnadeild
"Hestar í Víðidal" heitir málverk sem prýðir nú vegg á 13B.