Talsvert er dregið úr starfsemi Landspítala - háskólasjúkrahúss í sumar, eins og áður á þessum árstíma. Skýring er sem fyrr sumarleyfi starfsfólks og skortur á
fagfólki til starfa. Á Landspítala - háskólasjúkrahúsi eru um það bil 5000 starfsmenn. Til þess að halda óbreyttri starfsemi yfir sumarleyfistímann þyrfti að ráða að
minnsta kosti þriðjung þess fjölda, að stórum hluta faglært fólk. Slíkan fjölda er ekki unnt að fá til starfa.
Í skipulagi sumarstarfs er miðað við það að sinna öllum bráðatilfellum. Samdráttur er mestur á skurðlækningadeildum, lyflækningadeildum, öldrunardeildum og
geðdeildum. Samdrátturinn er álíka mikill og undanfarin ár. Áhrif hans í skipulagi sumarstarfs eru einkum þau að yfir sumarleyfistímann eru mun færri valaðgerðir á
skurðstofum en á öðrum tímum ársins.
Í því skipulagi sem gripið er til á Landspítala - háskólasjúkrahúsi sumarmánuðina þrjá frá júní til ágúst felst fækkun rúma á deildum í ákveðinn tíma, lokun deilda
tímabundið og flutningur á starfsemi til bráðabirgða.
fagfólki til starfa. Á Landspítala - háskólasjúkrahúsi eru um það bil 5000 starfsmenn. Til þess að halda óbreyttri starfsemi yfir sumarleyfistímann þyrfti að ráða að
minnsta kosti þriðjung þess fjölda, að stórum hluta faglært fólk. Slíkan fjölda er ekki unnt að fá til starfa.
Í skipulagi sumarstarfs er miðað við það að sinna öllum bráðatilfellum. Samdráttur er mestur á skurðlækningadeildum, lyflækningadeildum, öldrunardeildum og
geðdeildum. Samdrátturinn er álíka mikill og undanfarin ár. Áhrif hans í skipulagi sumarstarfs eru einkum þau að yfir sumarleyfistímann eru mun færri valaðgerðir á
skurðstofum en á öðrum tímum ársins.
Í því skipulagi sem gripið er til á Landspítala - háskólasjúkrahúsi sumarmánuðina þrjá frá júní til ágúst felst fækkun rúma á deildum í ákveðinn tíma, lokun deilda
tímabundið og flutningur á starfsemi til bráðabirgða.