Davíð O. Arnar hefur verið settur yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala Hringbraut frá 1. júlí til 6 mánaða. Davíð stundaði sérfræðinám í almennum lyflækningum og síðan hjartalækningum við háskólasjúkrahúsið í Iowa City í Iowa, Bandaríkjunum. Sérsvið hans innan hjartalækninga er raflífeðlisfræði. Hann hefur undanfarin ár starfað sem sérfræðingur við bráðamóttöku og hjartadeild Landspítala Hringbraut. Davíð hefur m.a. unnið að þróun á skipulagi móttöku sjúklinga með brjóstverki og bráða hjartasjúkdóma. Einnig hefur hann haft forgöngu um endurskipulagningu endurlífgunarteymis spítalans. Hann er varaformaður bráðanefndar læknaráðs LSH.
Settur yfirlæknir bráðamóttöku við Hringbraut
Davíð O. Arnar hefur verið settur yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala Hringbraut til 6 mánaða.