Nýr samningur við hersjúkrahúsið á Keflavíkurflugvelli
Samningur hefur verið undirritaður við Sjúkrahúsið á Keflavíkurflugvelli, USNH. Hann kemur í stað eldri samnings sem gerður var við sjúkrahúsin í Reykjavík árið 1992.
Helstu breytingar og áhersluatriði eru eftirfarandi og er athygli sérstaklega vakin á liðum 3, 4 og 5:
1. Allir sjúklingar sem aðsetur hafa á varnarsvæðinu skulu staðgreiða alla heilbrigðisþjónustu, nema þeir framvísi sérstöku eyðublaði frá USNH þar sem sjúkrahúsið ábyrgist greiðslu í gegnum tryggingakerfi sem þar er notað. Þetta er svipað fyrirkomulag og gildir gagnvart fólki frá löndum Evrópusambandsins. Fólki þaðan ber að staðgreiða þjónustu eða semja um greiðslu, við brottför af sjúkrahúsinu, nema það geti framvísað sérstöku eyðublaði ( E-111). Þá fer greiðsla fram í gegnum tryggingakerfi, sem Tryggingastofnun ríkisins annast.
2. Ef um slys er að ræða og sjúklingur er lagður inn "acut", þarf að ganga eftir því við USNH að fá sent umrætt eyðublað áður enn sjúklingurinn yfirgefur sjúkrahúsið, svo hægt sé að ganga frá greiðslum hans á viðeigandi hátt.
3. LSH getur hafnað því að taka sjúklinga til "non-acut" meðferðar ef aðstæður eru þannig á sjúkrahúsinu að erfitt er að veita umbeðna þjónustu.
4. Gengið er út frá því að samráð og formleg samskipti við lækna á USNH séu með sama eða svipuðum hætti og við heimilislækna eða lækna á öðrum sjúkrahúsum landsins sem senda sjúklinga til LSH.
5. Læknar eða aðrir viðkomandi starfsmenn skulu ganga frá bráðbirgðaniðurstöðu rannsókna eða meðferðar þegar við brottför sjúklinga en senda læknabréf til USNH innan 30 daga frá útskrift sjúklings, hafi hann verið lagður inn á sjúkrahúsið.
6. Sérstakt "pósthólf " hefur verið opnað fyrir bréfaskipti við USNH. Það er staðsett í upplýsingum á LSH í Fossvogi. Fljótast og öruggast er að bréfaskipti fari fram í gegnum það og best er því að senda póst þangað.
Samningur hefur verið undirritaður við Sjúkrahúsið á Keflavíkurflugvelli, USNH. Hann kemur í stað eldri samnings sem gerður var við sjúkrahúsin í Reykjavík árið 1992.
Helstu breytingar og áhersluatriði eru eftirfarandi og er athygli sérstaklega vakin á liðum 3, 4 og 5:
1. Allir sjúklingar sem aðsetur hafa á varnarsvæðinu skulu staðgreiða alla heilbrigðisþjónustu, nema þeir framvísi sérstöku eyðublaði frá USNH þar sem sjúkrahúsið ábyrgist greiðslu í gegnum tryggingakerfi sem þar er notað. Þetta er svipað fyrirkomulag og gildir gagnvart fólki frá löndum Evrópusambandsins. Fólki þaðan ber að staðgreiða þjónustu eða semja um greiðslu, við brottför af sjúkrahúsinu, nema það geti framvísað sérstöku eyðublaði ( E-111). Þá fer greiðsla fram í gegnum tryggingakerfi, sem Tryggingastofnun ríkisins annast.
2. Ef um slys er að ræða og sjúklingur er lagður inn "acut", þarf að ganga eftir því við USNH að fá sent umrætt eyðublað áður enn sjúklingurinn yfirgefur sjúkrahúsið, svo hægt sé að ganga frá greiðslum hans á viðeigandi hátt.
3. LSH getur hafnað því að taka sjúklinga til "non-acut" meðferðar ef aðstæður eru þannig á sjúkrahúsinu að erfitt er að veita umbeðna þjónustu.
4. Gengið er út frá því að samráð og formleg samskipti við lækna á USNH séu með sama eða svipuðum hætti og við heimilislækna eða lækna á öðrum sjúkrahúsum landsins sem senda sjúklinga til LSH.
5. Læknar eða aðrir viðkomandi starfsmenn skulu ganga frá bráðbirgðaniðurstöðu rannsókna eða meðferðar þegar við brottför sjúklinga en senda læknabréf til USNH innan 30 daga frá útskrift sjúklings, hafi hann verið lagður inn á sjúkrahúsið.
6. Sérstakt "pósthólf " hefur verið opnað fyrir bréfaskipti við USNH. Það er staðsett í upplýsingum á LSH í Fossvogi. Fljótast og öruggast er að bréfaskipti fari fram í gegnum það og best er því að senda póst þangað.