Framkvæmdastjórn Landspítala - háskólasjúkrahúss hefur samþykkt að nýtt skipulag fyrir Rannsóknarstofu LSH taki gildi 1. september.
Samþykkt framkvæmdastjórnar, samkvæmt fundargerð:
Áfram var rætt um skipulag Rannsóknarstofu LSH, eins og þær einingar heita sem falla undir þetta skipulag, og lögð fram drög að því. Tillögur framkvæmdastjórar eru í meginatriðum þær að stjórnskipulag Rannsóknarstofu LSH verði með svipuðum hætti og sviðsstjórnir annarra sviða og sviðsstjóri heyri beint undir framkvæmdastjórn. Um ráðningar yfirmanna verði farið eins og á öðrum klínískum sviðum LSH. Rekstrarstjóri starfar á Rannsóknarstofunni og ber hann ábyrgð gagnvart sviðsstjóra. Rannsóknarstofa í meinefnafræði verði með starfsemi bæði í Fossvogi og Hringbraut. Skipuð verði nefnd til að gera úttekt á húsnæðisþörf Rannsóknarstofunnar undir forsvari framkvæmdastjóra tækni og eigna. Framkvæmdastjóra tækni og eigna falið að gera þjónustusamning milli upplýsingatæknisviðs og Rannsóknarstofunnar um rekstur upplýsingakerfa.