Þjónustusamningur
Blóðbankans og geislaeðlisfræðideildar
Þjónustusamningur milli Blóðbankans og geislaeðlisfræðideildar um samstarf þessara aðila við geislun blóðhluta með línuhröðlum í K-byggingu var undirritaður 7. september. Þar er kveðið á um skiptingu hlutverka og ábyrgðar milli aðila og vísað til handbóka, verklagsreglna og staðla sem fylgt er varðandi vinnu samkvæmt samningnum. Gert er ráð fyrir samstarfi um þróun gæðamála vegna geislunar blóðs og hlýtir geislaeðlisfræðideild kröfum um úttektir vegna gæðavottunar Blóðbankans. Samkvæmt samningnum greiðir Blóðbankinn til geislaeðlisfræðideildar fyrir geislun blóðhluta samkvæmt gjaldskrá. Þeir sem að samningnum standa telja líklegt að hann gefi þeim fordæmi varðandi þjónustu- og samstarfssamninga þar sem hlutverki og ábyrgð er lýst.