Framkvæmdastjórn hefur sett á laggirnar nefnd til að fjalla um stöðu og framtíð ferliverka í starfsemi spítalans. Tildrög þess eru meðal annars skýrsla Ríkisendurskoðunar í júní 2001 um ferliverk á sjúkrahúsum 1990-2000, viðræður við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið um ferliverk, mismunandi tilhögun á ferliverkum milli Sjúkrahúss Reykjavíkur og Ríkisspítala og óskir fjölda lækna um að mörkuð verði stefna um tilhögun ferliverka í starfi Landspítala - háskólasjúkrahúss. Nefndinni er ætlað að gera framkvæmdastjórn grein fyrir meginatriðum athugunar sinnar og mótuðum tillögum um tilhögun þessara mála í lok nóvember 2001.
Hlutverk nefndarinnar:
Nefndina skipa:
Jóhannes M. Gunnarsson, framkvæmdastjóri lækninga, formaður,
Torfi Magnússon forstöðumaður,
Sverrir Bergmann formaður læknaráðs LSH,
Þórður Harðarson prófessor,
Anna Stefánsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar,
Guðmundur I. Bergþórsson hagfræðingur.
Hlutverk nefndarinnar:
1. | Gera heildstætt yfirlit um ferliverk sem unnin eru innan LSH. |
2. | Skýra samhengi fastra launa lækna og tekna fyrir ferliverk. |
3. | Greina þá þætti í starfinu sem vinna má í formi ferliverka eða etv. öðru afkastahvetjandi launakerfi. Jafnframt hvernig aðrar stéttir en læknar eru þátttakendur í breyttri tilhögun launa ef til kæmi. |
4. | Meta hvort afkastahvetjandi launakerfi flýtir fyrir eflingu göngu- og dagdeilda í starfi LSH. |
5. | Setja fram álit hvernig afkastahvetjandi launatilhögun samrýmist kennslu- og rannsóknahlutverki spítalans. |
6. | Meta almenna og sértæka kosti og galla þess að tengja starf spítalans ferkiverkagreiðslum. |
Nefndina skipa:
Jóhannes M. Gunnarsson, framkvæmdastjóri lækninga, formaður,
Torfi Magnússon forstöðumaður,
Sverrir Bergmann formaður læknaráðs LSH,
Þórður Harðarson prófessor,
Anna Stefánsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar,
Guðmundur I. Bergþórsson hagfræðingur.