Um þessar mundir stendur yfir könnun á vegum LSH í samstarfi við Rannís. Markmiðið er að fá sem nákvæmast yfirlit yfir þær vísindarannsóknir á
heilbrigðissviði sem unnið var að á landinu árið 2000.
Mikilvægt er að vita hverjir sinna vísindarannsóknum á heilbrigðissviði og í samvinnu við hverja, hvaða innlendir aðilar koma að rannsóknum og við
hverja er haft samstarf erlendis. Brýnt er að fá yfirlit yfir nemendaverkefni og við hvaða skóla nemendur stunda nám.
Með þessu móti má varpa ljósi á hve mörg ársverk eru notuð til vísindaverkefna á heilbrigðissviði og hve miklum fjármunum er varið til vísindastarfa á því sviði. Niðurstaða könnunarinnar verður kynnt fyrir OECD.
Það er von þeirra sem að könnuninni standa að þátttaka verði sem mest. Unnt að nálgast kynningarbréf, könnunareyðublað fyrir LSH og leiðbeiningarbækling á heimasíðu Rannís, http://rannis.is/Hagtolur/Heilbrigdi/forsida.htm og heimavef Landspítala - háskólasjúkrahúss.
Nauðsynlegt að veita umbeðnar upplýsingar í síðasta lagi 3. desember 2001.
Nánari upplýsingar veitir:
Oddný S Gunnarsdóttir, oddnysgu@landspitali.is
Vísinda- og kennsluþjónustudeild
GSM 824 5393
heilbrigðissviði sem unnið var að á landinu árið 2000.
Mikilvægt er að vita hverjir sinna vísindarannsóknum á heilbrigðissviði og í samvinnu við hverja, hvaða innlendir aðilar koma að rannsóknum og við
hverja er haft samstarf erlendis. Brýnt er að fá yfirlit yfir nemendaverkefni og við hvaða skóla nemendur stunda nám.
Með þessu móti má varpa ljósi á hve mörg ársverk eru notuð til vísindaverkefna á heilbrigðissviði og hve miklum fjármunum er varið til vísindastarfa á því sviði. Niðurstaða könnunarinnar verður kynnt fyrir OECD.
Það er von þeirra sem að könnuninni standa að þátttaka verði sem mest. Unnt að nálgast kynningarbréf, könnunareyðublað fyrir LSH og leiðbeiningarbækling á heimasíðu Rannís, http://rannis.is/Hagtolur/Heilbrigdi/forsida.htm og heimavef Landspítala - háskólasjúkrahúss.
Nauðsynlegt að veita umbeðnar upplýsingar í síðasta lagi 3. desember 2001.
Nánari upplýsingar veitir:
Oddný S Gunnarsdóttir, oddnysgu@landspitali.is
Vísinda- og kennsluþjónustudeild
GSM 824 5393