Þórveig Hulda Bergvinsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin deildarstjóri endurhæfingardeildar R-2 að Grensási - Grensásdeild frá 1. nóvember 2001. Hulda lauk BS prófi í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri 1998. Hún vann á gjörgæsludeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri í eitt ár 1998-1999. Hulda var almennur hjúkrunarfræðingur á R-2 frá hausti 1999 og var þá jafnframt í starfi í Arnarholti. Hún var aðstoðardeildarstjóri á R-2 frá janúar 2000 og settur deildarstjóri á sömu deild frá október 2000 til október 2001.
Deildarstjóri á R-2
Þórveig Hulda Bergvinsdóttir er nýr deildarstjóri á endurhæfingardeild R-2 á Landspítala Grensási.
Þórveig Hulda Bergvinsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin deildarstjóri endurhæfingardeildar R-2 að Grensási - Grensásdeild frá 1. nóvember 2001. Hulda lauk BS prófi í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri 1998. Hún vann á gjörgæsludeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri í eitt ár 1998-1999. Hulda var almennur hjúkrunarfræðingur á R-2 frá hausti 1999 og var þá jafnframt í starfi í Arnarholti. Hún var aðstoðardeildarstjóri á R-2 frá janúar 2000 og settur deildarstjóri á sömu deild frá október 2000 til október 2001.