Stjórnarnefnd samþykkir
aðhaldsaðgerðir í rekstri
Stjórnarnefnd Landspítala - háskólasjúkrahúss samþykkti á fundi sínum 20. desember 2001 eftirfarandi aðhaldsaðgerðir í rekstri LSH til þess að þjónusta spítalans samræmdist fjárlögum:
Hlutverk spítalans verði skilgreint nánar til að greina milli starfsemi hans, heilsugæslunnar og þjónustu á einkamarkaði.
Kaup og sölukerfi verði tekið upp í samskiptum við stjórnvöld.
Gengið verði frá framhaldssamningum um samskipti Landspítala - háskólasjúkrahúss og Háskóla Íslands sem m.a. varpi ljósi á kostnað við menntun og rannsóknir.
Laun eru um 70 prósent kostnaðar við rekstur spítalans. Ýmsar leiðir verði kannaðar til að minnka launakostnað, þar á meðal að draga úr yfirvinnu, fækka ársverkum með því að lækka starfshlutfall, fækka starfsmönnum þar sem dregið er úr þjónustu eða henni hætt og að ákveða hámarksfjölda starfsmanna innan starfseininga miðað við fjárlög hverju sinni. Einnig að innleiddar verði skýrari reglur um ráðningar.
Gjaldskrár verði hækkaðar í samræmi við hækkun verðlags.
Lyfjakostnaður verði lækkaður með því að takmarka notkun nýrra lyfja eins og kostur er.
Sala eða leiga á eignum verði gaumgæfð og ráðuneytum heilbrigðis- og fjármála sent fyrir miðjan janúar yfirlit um helstu möguleika í því sambandi. Stefnt verði að sölu eigna fyrir að minnsta kosti 200 milljónir króna.
Viðhald eigna verði takmarkað við breytingar vegna sameiningar sérgreina og öryggisatriða.
aðhaldsaðgerðir í rekstri
Stjórnarnefnd Landspítala - háskólasjúkrahúss samþykkti á fundi sínum 20. desember 2001 eftirfarandi aðhaldsaðgerðir í rekstri LSH til þess að þjónusta spítalans samræmdist fjárlögum:
Hlutverk spítalans verði skilgreint nánar til að greina milli starfsemi hans, heilsugæslunnar og þjónustu á einkamarkaði.
Kaup og sölukerfi verði tekið upp í samskiptum við stjórnvöld.
Gengið verði frá framhaldssamningum um samskipti Landspítala - háskólasjúkrahúss og Háskóla Íslands sem m.a. varpi ljósi á kostnað við menntun og rannsóknir.
Laun eru um 70 prósent kostnaðar við rekstur spítalans. Ýmsar leiðir verði kannaðar til að minnka launakostnað, þar á meðal að draga úr yfirvinnu, fækka ársverkum með því að lækka starfshlutfall, fækka starfsmönnum þar sem dregið er úr þjónustu eða henni hætt og að ákveða hámarksfjölda starfsmanna innan starfseininga miðað við fjárlög hverju sinni. Einnig að innleiddar verði skýrari reglur um ráðningar.
Gjaldskrár verði hækkaðar í samræmi við hækkun verðlags.
Lyfjakostnaður verði lækkaður með því að takmarka notkun nýrra lyfja eins og kostur er.
Sala eða leiga á eignum verði gaumgæfð og ráðuneytum heilbrigðis- og fjármála sent fyrir miðjan janúar yfirlit um helstu möguleika í því sambandi. Stefnt verði að sölu eigna fyrir að minnsta kosti 200 milljónir króna.
Viðhald eigna verði takmarkað við breytingar vegna sameiningar sérgreina og öryggisatriða.