Fulltrúar starfsmanna í stjórnarnefnd Landspítala - háskólasjúkrahúss sátu hjá þegar greidd voru atkvæði um aðhaldsaðgerðir í rekstri LSH á fundi nefndarinnar 20. desember 2002. Þeir lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Starfsmannaráð LSH harmar skilningsleysi stjórnvalda á því hvaða fjármagn þarf til að sinna þeirri starfsemi sem ætlast er til að sjúkrahúsið inni af hendi. Miðað við rekstrarstöðu spítalans og samþykkt fjárlög er sýnt að grípa þarf til þeirra örþrifaráða að draga úr starfsemi og fækka starfsfólki.
Við fækkun starfa verði eftir fremsta megi reynt að nýta mikla starfsmannaveltu, stöðva nýráðningar og færa fólk til í starfi fremur en segja því upp því að auðlind spítalans felst fyrst og fremst í reynslu og þekkingu starfsfólks. Rík áhersla verði lögð á að fyrirhugaðar aðgerðir verði kynntar starfsmönnum rækilega eða eftir fremsta megni."
"Starfsmannaráð LSH harmar skilningsleysi stjórnvalda á því hvaða fjármagn þarf til að sinna þeirri starfsemi sem ætlast er til að sjúkrahúsið inni af hendi. Miðað við rekstrarstöðu spítalans og samþykkt fjárlög er sýnt að grípa þarf til þeirra örþrifaráða að draga úr starfsemi og fækka starfsfólki.
Við fækkun starfa verði eftir fremsta megi reynt að nýta mikla starfsmannaveltu, stöðva nýráðningar og færa fólk til í starfi fremur en segja því upp því að auðlind spítalans felst fyrst og fremst í reynslu og þekkingu starfsfólks. Rík áhersla verði lögð á að fyrirhugaðar aðgerðir verði kynntar starfsmönnum rækilega eða eftir fremsta megni."