Bráðamóttaka barna flyst á Landspítala Hringbraut 1. febrúar, að öðru leyti hefur fyrirhuguðum breytingum á slysa- og bráðaþjónustu LSH verið frestað til 1. mars. Á Hringbraut á að færa veik börn en slösuð áfram á slysadeild Landspítala Fossvogi. Um er að ræða börn sem þurfa á bráðaþjónustu að halda vegna svokallaðra "vefrænna" sjúkdóma eingöngu en ekki börn sem þurfa bráðaþjónustu vegna geðraskana. Sú bráðaþjónusta fyrir börn verður áfram á bráðamóttöku geðsviðs við Hringbraut. Bráðaþjónusta fyrir börn vegna geðsjúkdóma/raskana er á Landspítala Dalbraut virka daga frá 8:00 til 16:00.
Eftir 1. mars verður bráðaþjónusta í Fossvogi fyrir slasaða og veika, á Hringbraut fyrir veik börn, geðsjúka, hjartasjúklinga og kvensjúkdóma.
Eftir 1. mars verður bráðaþjónusta í Fossvogi fyrir slasaða og veika, á Hringbraut fyrir veik börn, geðsjúka, hjartasjúklinga og kvensjúkdóma.