Strætó bs hefur tekið upp aukaleið og bætt verulega þjónustu við starfsfólk Landspítala Arnarholti og fleiri norðurbæinga í 116 Reykjavík. Aukaleiðin er þannig, að fyrsta ferð "Leiðar 20" á Kjalarnes fer frá Hlemmi kl: 07:15 alla daga vikunnar, þ.m.t. laugardaga og sunnudaga. Einnig fer kvöldferðin frá Arnarholti kl. 20:00 alla leið niður á Hlemm. Þessi breyting er árangur af viðræðum Kristínar Thorberg deildarstjóra í Arnarholti og Þórhalls Halldórssonar þjónustufulltrúa hjá Strætó bs. Um leið og breytingin varð, 1. febrúar, lögðust af ferðir starfsmannarútunnar sem hefur þjónað starfsfólki Arnarholts vel og lengi.
Spítalavænn strætó
Strætó bs. hefur bætt þjónustu við starfsfólk Arnarholts með því að aukaleið fer frá Hlemmi kl. 07:15 á morgnana, alla daga vikunnar.
Strætó bs hefur tekið upp aukaleið og bætt verulega þjónustu við starfsfólk Landspítala Arnarholti og fleiri norðurbæinga í 116 Reykjavík. Aukaleiðin er þannig, að fyrsta ferð "Leiðar 20" á Kjalarnes fer frá Hlemmi kl: 07:15 alla daga vikunnar, þ.m.t. laugardaga og sunnudaga. Einnig fer kvöldferðin frá Arnarholti kl. 20:00 alla leið niður á Hlemm. Þessi breyting er árangur af viðræðum Kristínar Thorberg deildarstjóra í Arnarholti og Þórhalls Halldórssonar þjónustufulltrúa hjá Strætó bs. Um leið og breytingin varð, 1. febrúar, lögðust af ferðir starfsmannarútunnar sem hefur þjónað starfsfólki Arnarholts vel og lengi.