Heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis heimsótti kvennadeild í morgun, skoðaði húsakynni og fræddist um starfsemina. Á móti nefndinni tóku Reynir Tómas Geirsson prófessor/forstöðulæknir og sviðsstjórarnir Jón Hilmar Alfreðsson og Margrét I. Hallgrímsson. Einnig voru þar forstjóri spítalans, framkvæmdastjóri hjúkrunar og framkvæmdastjóri lækninga, auk fleiri gesta og starfsmanna deildarinnar. Sérstök kynning var á áformum um snemmskimun sem Hildur Harðardóttir yfirlæknir annaðist, með aðstoð Jóns Jóhannesar Jónssonar forstöðulæknis, Guðlaugar Torfadóttur líffræðings, Maríu Hreinsdóttur deildarstjóra og Reynis Tómasar Geirssonar.
Heilbrigðis- og trygginganefnd: Ásta R. Jóhannesdóttir, Ásta Möller, Jónína Bjartmarz (formaður), Katrín Fjeldsted, Lára Margrét Ragnarsdótti (varaformaður), Margrét Frímannsdóttir, Ólalfur Örn Haraldsson, Tómas Ingi Olrich og Þuríður Bachman..