Nýtt skipulag slysa- og bráðaþjónustu Landspítala - háskólasjúkrahúss tekur gildi 1. mars. Meðfylgjandi bréf sendu sviðsstjórar slysa- og bráðasviðs til allra lækna og heilbrigðisstofnana. Þar kemur fram í hverju breytt skipulag felst.
Frá 1. mars verður núverandi vaktadagakerfi lagt niður og vakt verður á Landspítala - háskólasjúkrahúsi alla daga árið um kring. Breytingarnar miða að því að gera þjónustuna á Landspítala skilvirkari.
Slysa- og bráðadeildin verður í Fossvogi og opin fyrir alla slasaða og bráðveika alla daga árið um kring. Þar munu slysa- og bráðalæknar taka á móti, greina og frummeðhöndla bráðveika og slasaða. Þeir munu fá nauðsynlegan stuðning frá viðkomandi sérgreinum spítalans, allt eftir því sem þurfa þykir. Húsnæðinu á slysa- og bráðadeild Landspítala í Fossvogi verður breytt til þess að deildin verði betur í stakk búin til að takast á við verkefni komandi ára.
Við Hringbraut verður tilvísunarmóttaka lækna fyrir hjartveika og einnig fyrir sjúklinga með kviðverki sem þurfa á skurðlæknisþjónustu að halda. Nýtt og vel búið bráðaherbergi verður tekið í notkun á bráðamóttöku við Hringbraut.
Þá verður við Hringbraut óbreytt fyrirkomulag á bráðaþjónustu kvensjúkdóma og þar verður bráðaþjónusta veikra barna og geðsjúkra.
Sjúklingar sem eru í meðferð vegna þekktra vandamála og þurfa í skyndi á hjálp að halda vegna sama sjúkdóms leita þangað þar sem þeir hafa fengið sína þjónustu.
Á næstunni verða:
Í Fossvogi verða almennar lyflækningar, allir slasaðir, bráðaöldrunarsjúkdómar, bæklunarlækningar, gigtsjúkdómar, háls-, nef- og eyrnalækningar, heila- og taugasjúkdómar, heila- og taugaskurðlækningar, lungnasjúkdómar, lýtalækningar, smitsjúkdómar og æðaskurðlækningar.
Við Hringbraut verða almennar skurðlækningar, brjóstholsskurðlækningar, geðsjúkdómar, hjartasjúkdómar, krabbameinslækningar, kvensjúkdómar, nýrnasjúkdómar, veik börn og þvagfæraskurðlækningar.
Innlagnir:
Læknar sem þurfa að leggja inn sjúklinga vegna slysa, bráðra lyf- eða skurðsjúkdóma hafi samband við innlangarstjóra eða stjórnandi lækni slysa- og bráðadeildar í síma 543 2100 eða skiptiborð s. 525 1000.
Vegna bráðra innlagna geðsjúkra, kvensjúkdóma og veikra barna eru læknar vinsamlegast beðnir að hafa samband við skiptiborð s. 560 1000 og biðja um lækni á vakt fyrir viðkomandi sérgrein.
Allir læknar geta vegna bráðra innlagna, ef mikið liggur við, hringt í síma 543 2100.
Ef vísa þarfa sjúklingi til slysa- og bráðadeildar en tilefnið er ekki bráð innlögn, nægir að senda með honum skriflega tilvísun. Ekki er þörf á að tilkynna komu hans símleiðis.
Frá 1. mars verður núverandi vaktadagakerfi lagt niður og vakt verður á Landspítala - háskólasjúkrahúsi alla daga árið um kring. Breytingarnar miða að því að gera þjónustuna á Landspítala skilvirkari.
Slysa- og bráðadeildin verður í Fossvogi og opin fyrir alla slasaða og bráðveika alla daga árið um kring. Þar munu slysa- og bráðalæknar taka á móti, greina og frummeðhöndla bráðveika og slasaða. Þeir munu fá nauðsynlegan stuðning frá viðkomandi sérgreinum spítalans, allt eftir því sem þurfa þykir. Húsnæðinu á slysa- og bráðadeild Landspítala í Fossvogi verður breytt til þess að deildin verði betur í stakk búin til að takast á við verkefni komandi ára.
Við Hringbraut verður tilvísunarmóttaka lækna fyrir hjartveika og einnig fyrir sjúklinga með kviðverki sem þurfa á skurðlæknisþjónustu að halda. Nýtt og vel búið bráðaherbergi verður tekið í notkun á bráðamóttöku við Hringbraut.
Þá verður við Hringbraut óbreytt fyrirkomulag á bráðaþjónustu kvensjúkdóma og þar verður bráðaþjónusta veikra barna og geðsjúkra.
Sjúklingar sem eru í meðferð vegna þekktra vandamála og þurfa í skyndi á hjálp að halda vegna sama sjúkdóms leita þangað þar sem þeir hafa fengið sína þjónustu.
Á næstunni verða:
Í Fossvogi verða almennar lyflækningar, allir slasaðir, bráðaöldrunarsjúkdómar, bæklunarlækningar, gigtsjúkdómar, háls-, nef- og eyrnalækningar, heila- og taugasjúkdómar, heila- og taugaskurðlækningar, lungnasjúkdómar, lýtalækningar, smitsjúkdómar og æðaskurðlækningar.
Við Hringbraut verða almennar skurðlækningar, brjóstholsskurðlækningar, geðsjúkdómar, hjartasjúkdómar, krabbameinslækningar, kvensjúkdómar, nýrnasjúkdómar, veik börn og þvagfæraskurðlækningar.
Innlagnir:
Læknar sem þurfa að leggja inn sjúklinga vegna slysa, bráðra lyf- eða skurðsjúkdóma hafi samband við innlangarstjóra eða stjórnandi lækni slysa- og bráðadeildar í síma 543 2100 eða skiptiborð s. 525 1000.
Vegna bráðra innlagna geðsjúkra, kvensjúkdóma og veikra barna eru læknar vinsamlegast beðnir að hafa samband við skiptiborð s. 560 1000 og biðja um lækni á vakt fyrir viðkomandi sérgrein.
Allir læknar geta vegna bráðra innlagna, ef mikið liggur við, hringt í síma 543 2100.
Ef vísa þarfa sjúklingi til slysa- og bráðadeildar en tilefnið er ekki bráð innlögn, nægir að senda með honum skriflega tilvísun. Ekki er þörf á að tilkynna komu hans símleiðis.