Innlagnarstjóri gegnir mikilvægu hlutverk í nýju skipulagi slysa- og bráðaþjónustunnar. Starfið er nýtt og var Sigríður Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur ráðin í það síðastliðið haust. Hún hefur síðan verið að móta starfið. Sigríður útskrifaðist úr Hjúkrunarskóla Íslands 1975 og starfaði á hjartadeild Landspítalans í mörg ár sem hjúkrunarfræðingur, aðstoðar deildarstjóri og deildarstjóri. Hún var í 3 ár við krabbameins- og hjartagjörgæsludeild við Östra sjúkrahúsið í Gautaborg. Sigríður starfaði sem hjúkrunarfræðingur fyrir alþjóða Rauða krossinn í Tælandi, Sómalíu, Súdan, Eþíópíu. Hún var framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar í 3 ár og skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu Rauða kross Íslands í 11 ár eða þar til í haust. Auk þess hefur hún starfað mikið að félagsmálum hjúkrunarfræðinga.
Hlutverk innlagnarstjóra
Hlutverk innlagnarstjóra
- Tengiliður milli slysa- og bráðasviðs og annarra sviða um innlagnir sjúklinga.
- Hefur yfirumsjón með tilkynningum sjúklinga inn á slysa- og bráðasvið.
- Skipuleggur innlagnir af slysa- og bráðadeildum á aðrar deildir.
- Fylgist með að flutningar milli deilda og húsa séu samkvæmt skipulagi.
- Hefur yfirumsjón með ferli sjúklingsins inn á sjúkrahúsið og deildir þess eða heim.
- Vinnur með öldrunarteyminu.
Mynd: Það voru tertur við opnun slysa- og bráðadeildar í Fossvogi í morgun, föstudaginn 1. mars 2002. Sigríður Guðmundsdóttir innlagnarstjóri skar fyrstu sneiðina.