Rúmlega 20 milljarða króna fjárveitingu til Landspítala - háskólasjúkrahúss fyrir árið 2002 hefur verið skipt á svið og niðurstaðan fengin sviðsstjórum til að vinna úr. Framkvæmdastjórn spítalans og stjórnarnefnd leggja ríka áherslu á að útgjöld sjúkrahússins haldist innan fjárlagarammans á þessu ári og hyggjast fylgja eftir þeim aðhaldsaðgerðum sem hafa verið ákveðnar.
Stjórnendur LSH er á einu máli um að verulegur árangur hafi náðst í rekstri stofnunarinnar árið 2001. Rekstrarkostnaður var þá nær óbreyttur frá árinu áður, þótt sjúklingum hafi fjölgað um 3,5% og umfangsmiklar aðgerðir staðið yfir við sameiningu sérgreina.
Til að útgjöld sjúkrahússins fari ekki fram út heimildum þarf að draga þau saman um 400 milljónir króna á árinu 2002. Vegna þessa var gripið til aðhaldsaðgerða í lok síðasta árs og er samstaða milli yfirstjórnar LSH og sviðsstjóra um að halda þeim áfram. Í aðgerðunum hefur meðal annars falist fækkun starfsmanna og breyting á kjörum margra annarra. Auk þess eru nýráðningar í algjöru lágmarki á spítalanum og lagt kapp á að draga úr yfirvinnu eins og kostur er.
Við skiptingu fjárveitinga til spítalans hefur verið haft að leiðarljósi að í engu verði hvikað frá sameiningu sérgreina sem ákveðin hefur verið. Jafnframt að slysa- og bráðastarfsemi spítalans njóti forgangs og að átak verði gert til að stytta bið eftir aðgerðum.
Fjárheimildir sviða LSH 2002
millj.kr.
|
|
Yfirstjórn |
328
|
Skrifstofa fjárreiðna og upplýsinga |
464
|
Skrifstofa tækni og eigna |
3.104
|
Skrifstofa kennslu, vísinda og þróunar |
176
|
Barnasvið |
808*
|
Kvennasvið |
843
|
Geðsvið |
1.958
|
Lyflækningasvið I |
2.493
|
Lyflækningasvið II |
631*
|
Skurðlækningasvið |
1.983
|
Svæfinga-, gjörgæslu- og skurðstofusvið |
2.062
|
Klínískt þjónustusvið |
1.046
|
Slysa- og bráðasvið |
818
|
Öldrunarsvið |
853
|
Endurhæfingarsvið |
894*
|
Blóðbanki |
248
|
Rannsóknarstofnun LSH |
733
|
S-merkt lyf |
1.040
|
Aðrir liðir og tilfærslur |
-200
|
Samtals |
20.282
|
Fjárlög 2002 |
20.282
|
*Leiðréttar tölur frá töflu í Spítalapúlsinum.