Hringurinn, kvenfélagið, hefur enn gefið Barnaspítala Hringsins stórkostlega gjöf. Í minningu frumkvöðuls að stofnun Hringsins og fyrsta formanns hans, Kristínar Vídalín Jacobson, færði Hringurinn Barnaspítala Hringsins að gjöf 50 milljónir króna þann 13. apríl 2002. Gjöfina á að nota til kaupa á rúmum og tilheyrandi búnaði í nýja Barnaspítalann.
Í bréfi með gjafabréfi til Barnaspítala Hringsins kemur fram eftirfarandi:
Góðir hlutir gerast hægt
Þann 13. apríl 1942, eða fyrir réttum 60 árum, samþykkti félagsfundur Hringsins tillögu um
"að færa starfssvið sitt út á annan vettvang og beita sér fyrir því að komið verði upp barnaspítala hér á landi, en þörfin fyrir slíka stofnun er mjög aðkallandi."
Langþráður draumur um nýjan Barnaspítala Hringsins er að rætast. Hringurinn í Reykjavík fagnar þeim áfanga, sem náðst hefur og er félagið stolt yfir því að hafa mátt veita þessu góða máli lið í sex áratugi.
Meðfylgjandi gjafabréf er hugsað til kaupa á rúmum og tilheyrandi búnaði og er það í fjórða sinn sem Hringurinn kostar þennan þátt Barnaspítala Hringsins.
Það er okkur ánægjuefni að mega minnast fyrsta formanns Hringsins, Kristínar Vídalín Jacobson, með því að helga gjöf þessa nafni hennar.
Veik börn á Íslandi eiga að fá bestu meðferð, sem hægt er að veita hverju sinni. Hringurinn vill stuðla að því á komandi árum eins og hingað til.
Megi hinn nýi Barnaspítali Hringsins opna dyr sínar sem fyrst fyrir þeim börnum landsins, sem þurfa á læknisaðstoð og umönnun að halda.
Veik börn á Íslandi hafa um langan tíma notið dugnaðar, bjartsýni og framsýni Hringsins, kvenfélags.
Barnaspítali Hringsins og skjólstæðingar hans standa í djúpri þakkarskuld við Hringinn, kvenfélagið, fyrr og nú.
Í bréfi með gjafabréfi til Barnaspítala Hringsins kemur fram eftirfarandi:
Góðir hlutir gerast hægt
Þann 13. apríl 1942, eða fyrir réttum 60 árum, samþykkti félagsfundur Hringsins tillögu um
"að færa starfssvið sitt út á annan vettvang og beita sér fyrir því að komið verði upp barnaspítala hér á landi, en þörfin fyrir slíka stofnun er mjög aðkallandi."
Langþráður draumur um nýjan Barnaspítala Hringsins er að rætast. Hringurinn í Reykjavík fagnar þeim áfanga, sem náðst hefur og er félagið stolt yfir því að hafa mátt veita þessu góða máli lið í sex áratugi.
Meðfylgjandi gjafabréf er hugsað til kaupa á rúmum og tilheyrandi búnaði og er það í fjórða sinn sem Hringurinn kostar þennan þátt Barnaspítala Hringsins.
Það er okkur ánægjuefni að mega minnast fyrsta formanns Hringsins, Kristínar Vídalín Jacobson, með því að helga gjöf þessa nafni hennar.
Veik börn á Íslandi eiga að fá bestu meðferð, sem hægt er að veita hverju sinni. Hringurinn vill stuðla að því á komandi árum eins og hingað til.
Megi hinn nýi Barnaspítali Hringsins opna dyr sínar sem fyrst fyrir þeim börnum landsins, sem þurfa á læknisaðstoð og umönnun að halda.
Veik börn á Íslandi hafa um langan tíma notið dugnaðar, bjartsýni og framsýni Hringsins, kvenfélags.
Barnaspítali Hringsins og skjólstæðingar hans standa í djúpri þakkarskuld við Hringinn, kvenfélagið, fyrr og nú.