Horfur eru á að samdráttur í starfsemi legudeilda á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í sumar verði svipaður og undanfarin ár eða að jafnaði um 15 prósent. Skrifstofa hjúkrunarforstjóra hefur tekið saman yfirlit um hvenær sjúkradeildir verða lokaðar á sumarleyfistímanum.
Skurðlækningasvið
Hringbraut:
-Lýtalækningadeild 13A verður lokuð frá og með 8. júní til 15. júlí.
Fossvogur:
-Bæklunarskurðdeild A-4 með 16-18 rúm (af 30) opin frá og með 1. júní til 2. september.
-Háls-, nef- og eyrnadeild/Heila og taugadeild á A-5 með 20 rúm (af 30) opin frá og með 1. júní til 2. september.
-Almenn skurð- og æðaskurðlækningadeild B-6 (27 rúm), einhver samdráttur fyrirsjáanlegur.
Lyflækningasvið I
Hringbraut:
-Taugalækningadeild 11A verður flutt 2. júní á deild R-3 að Grensási, opnuð 15. september á deild B-2 í Fossvogi.
-Lyflækningadeild 11B (5 daga deild) verður lokuð frá og með mánudegi 8. júlí til þriðjudags 6. ágúst.
Fossvogur:
-Hágæsludeild í Fossvogi verður lokuð frá og með 1. júní til þriðjudags 6. ágúst.
Vífilsstaðir:
-Húðdeild (5 daga deild) verður lokuð frá og með þriðjudegi 18. júní, starfsemi hefst aftur mánudaginn 26. ágúst.
Lyflækningasvið II
-Blóðlækningadeild 11G á Hringbraut verður lokuð frá og með 26. júlí til 12. ágúst.
Barnasvið
-Einn gangur á Hringbraut lokaður frá og með 27. maí til 2. september.
Kvennasvið
-Kvenlækningadeild verður á 22B með 14 rúm (af 31) frá og með 1. júní til 2. september.
-Sængurkvennadeild verður á 21A, ásamt meðgöngudeild, frá og með 1. júní til 2. september. Meðgöngudeild hefur 8 rúm.
Geðsvið
-Teigur, sjúkrahótel við Flókagötu verður lokað frá 28. júní kl.16:00 til 6. ágúst kl. 8:00.
Barna- og unglingageðdeild (BUGL)
-Barnadeild, Dalbraut 12 verður lokuð frá 5. júlí kl. 16:00 til 12. ágúst kl. 8:00 .
-Framhaldsmeðferð, Kleifarvegi 15 verður lokuð frá 12. júní kl. 16:00 til 16. ágúst kl. 8:00.
Endurhæfingardeildir
-Deild 24 á Reynimel 55 verður lokuð frá 7. júní kl. 16:00 til 15. júlí kl. 8:00.
-Deild 26 á Laugarásvegi 71, lokuð frá 12. júlí kl. 16:00 til 19. ágúst kl. 8:00.
Hvítaband
-Hópmeðferðardeild verður lokuð frá 15. júlí kl. 16:00 til 12. ágúst kl. 8:00 .
-Dagdeild verður lokuð frá 15. júlí kl. 16:00 til 12. ágúst kl. 8:00 .
Öldrunarsvið
Fossvogur:
-Deild B-4 með 13 rúm (af 25) opin frá og með 15. júlí til 27. ágúst.
Landakot:
-Deild K-2 lokuð frá og með 30. maí, verður opnuð 15. júlí kl 8:00.
-Deild L-2 (5 daga deild) með 14 rúm (af 20) opin frá og með 15. júlí til 23. ágúst.
-Deild L-3 lokuð frá og með 16. júlí, verður opnuð 28. ágúst kl 8:00.
Endurhæfingarsvið
-Deild R-2 á Grensási með 15 rúm (af 24) opin frá föstudegi 5. júlí til 19. ágúst.