Vordagar LSH verða 14., 15. og 16. maí 2002.
"Vordagar LSH" hefjast þriðjudaginn 14. maí, kl. 13:00 með viðamikilli dagskrá í Salnum í Kópavogi undir heitinu "Vísindi á Vordögum". Þar verða kynnt nokkur athyglisverð rannsóknarverkefni sem starfsmenn á LSH vinna að. Ný vísindastefna Landspítala - háskólasjúkrahúss verður kynnt og í fyrsta skipti úthlutað úr "Vísindasjóði LSH".
Dagskrá "Vísinda á Vordögum" verður fram haldið 15. maí en kl. 15:00 þann dag verður opnuð í K-byggingu á Landspítala Hringbraut veggspjaldasýning. Þar verða kynnt um 40 veggspjöld um rannsóknarverkefni frá flestum deildum spítalans.
Ársfundur LSH hefst í Salnum í Kópavogi fimmtudaginn 16. maí kl. 15:00. Á dagskrá er meðal annars ávarp heilbrigðisráðherra, ársreikningar LSH og erindi Guðjóns Magnússonar rektors Norræna heilbrigðisháskólans í Gautaborg um viðhorf stjórnvalda á Norðurlöndum til sjúkrahúsrekstrar. Starfsmenn verða heiðraðir og Lúðrasveit Reykjavíkur leikur.
Allir eru velkomnir á alla viðburði "Vordaga LSH".