Allir sem gefa blóð 23. maí á alþjóða blóðgjafadeginum fá rós að gjöf og ef til vill fleira. Blóðbankinn og Blóðgjafafélag Íslands hvetja alla starfsmenn til að velta fyrir sér möguleikum sínum á að leggja sjúkum lið.
Á vegum Alþjóða blóðgjafasambandsins hefur 23. maí ár hvert verið helgaður málefnum blóðgjafa og blóðgjafaþjónustu. Dagurinn var haldinn hátíðlegur víða um lönd í fyrsta sinn árið 1995. Tilgangur með alþjóða blóðgjafadegi er að vekja athygli almennings og stjórnvalda á málefnum blóðgjafa og blóðbankaþjónustu. Árið 1998 var í fyrsta sinn haldið upp á þennan dag í Blóðbankanum með opnu húsi og var forseti Íslands verndari dagsins. Síðan þá hefur þessi dagur verið haldinn hátíðlegur árlega með mismunandi hætti.
Á vegum Alþjóða blóðgjafasambandsins hefur 23. maí ár hvert verið helgaður málefnum blóðgjafa og blóðgjafaþjónustu. Dagurinn var haldinn hátíðlegur víða um lönd í fyrsta sinn árið 1995. Tilgangur með alþjóða blóðgjafadegi er að vekja athygli almennings og stjórnvalda á málefnum blóðgjafa og blóðbankaþjónustu. Árið 1998 var í fyrsta sinn haldið upp á þennan dag í Blóðbankanum með opnu húsi og var forseti Íslands verndari dagsins. Síðan þá hefur þessi dagur verið haldinn hátíðlegur árlega með mismunandi hætti.