Úthlutað verður í fyrsta skipti úr úr vísindasjóði Landspítala - háskólasjúkrahúss nú á "vísindum á vordögum". Úthlutunin verður í Salnum í Kópavogi í dag en kl. 13:00 hefst viðamikil dagskrá um vísindastarf á spítalanum. Allir eru velkomnir þangað.
Vísindasjóður LSH var stofnaður árið 2001. Tilgangur hans er að styrkja og efla vísindarannsóknir, athuganir og tilraunir í vísindalegum tilgangi á Landspítala - háskólasjúkrahúsi eða í náinni samvinnu við það. Aðild að sjóðnum eiga allir háskólamenntaðir starfsmenn LSH. Alls bárust tæplega 77 umsóknir um styrki úr sjóðnum. Veittar verða 32 milljónir króna í styrki að þessu sinni.