Erindi á ársfundi LSH 16. maí 2002 – Kynning
á árseikningum
Anna Lilja Gunnarsdóttir
Anna Lilja Gunnarsdóttir
Titilglæra
Heilbrigðisráðherra, menntamálaráðherra, rektor Háskóla Íslands, stjórnarnefnd og aðrir fundarmenn
Ég mun nú gera grein fyrir ársreikningi Landspítala – háskólasjúkrahúss fyrir árið 2001.
Þar sem ítarleg umfjöllun er um ársreikninginn í nýútkominni ársskýrslu spítalans mun ég aðeins fara yfir helstu lykilatriði hér.
Reikningsskil eru með sama hætti og tíðkast hjá A – hluta stofnunum ríkisins og hefur ársreikningurinn verið staðfestur af Ríkisendurskoðun. Ársreikningur Landspítala - háskólasjúkrahúss samanstendur af fjárlagalið 08 – 373 í fjárlögum ársins 2001.
Ársreikningur Sjúkrahúsapóteksins ehf. verður birtur í E – hluta ríkisreiknings og er því ekki innifalinn í ársreikningi Landspítala - háskólasjúkrahúss.
Glæra 1
Á árinu var greiðsla fyrir S – merkt lyf færð frá Tryggingastofnun ríkisins til spítalans en þetta eru lyf sem gefin eru á sjúkrahúsum eða í tengslum við sjúkrahús. Vegna hins mikla kostnaðar við S – merkt lyf og samanburðarins á milli áranna 2000 og 2001 þá hef ég talið þennan kostnað sérstaklega.
Ríkisframlag utan S – merktra lyfja nam 19.783 m.kr. og hækkaði það um 5,4%. Sértekjur námu 1.440 m.kr. og hafa þær hækkað um 33,8%.
Heildargjöld spítalans námu 22.687 m.kr. Þar af eru launagjöld stærsti kostnaðarliðurinn, eða um 64% og hafa þau hækkað um 7,3%. Annar rekstrarkostnaður var um 26% af heildargjöldum og hefur hann hækkað um 10,6%. Eignakaup, viðhald og stofnkostnaður voru um 5% af heildargjöldum og hafa þau hækkað um 23,7%. Fjármunatekjur voru hærri en fjármunagjöld á árinu.
Til samanburðar á hækkun gjalda spítalans á milli ára má benda á að launavísitala opinberra starfsmanna hækkaði um 9,6%, vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 6,8% og vísitala byggingakostnaðar hækkaði um 6,2%.
Rekstrarkostnaður umfram fjárheimildir er skv. ársreikningi 487 m.kr. En lítum á samanburð á milli áranna 2000 og 2001 á föstu verðlagi og er þá stuðst við þær vísitölur sem ég nefndi áðan.
Glæra 2
Sértekjur aukast á milli ára um rúm 25% sem aðallega er vegna reglugerðarbreytinga á gjaldtöku fyrir rannsóknir, framlag úr sjóðum til sérstakra stofnkostnaðarverkefna, vegna samninga spítalans við líftæknifyrirtæki og vegna aukningar á gjaldtöku fyrir erlenda sjúklinga. Launagjöld lækka um 2,2% en annar rekstrarkostnaður hækkar um 3,6%. Spilar þar aðallega inn í hin mikla lækkun á gengi íslensku krónunnar á árinu en mikið af sérhæfðum lækninga-, hjúkrunar- og rannsóknarvörum eru keypt inn skv. rammasamningum sem bundnir eru gengi. Vísitala gengisskráningar hækkaði um 20,1% á milli 2000 og 2001. Stofnkostnaðarliðir hækka um 16,3% sem að stórum hluta tengist endurnýjun skurðstofa og legudeilda vegna sameiningar sérgreina.
Þegar gjöld spítalans umfram tekjur og án S – merktra lyfja eru borin saman þá kemur í ljós að raunkostnaður á spítalanum hefur lækkað um 1,2%. Þetta er að mínu mati frábær árangur á sama tíma og kostnaður vegna sameiningar sérgreina á spítalanum er í hámarki og hagræðing vegna sameiningarinnar er ekki farin að skila sér nema að hluta til.
Hallarekstur Landspítala - háskólasjúkrahúss upp á 487 m.kr. má því skýra út frá óhagstæðri gengisþróun íslensku krónunnar og minnkaðra fjárheimilda til spítalans.
Glæra 3
Kostnaður vegna vörukaupa var stærsti kostnaðarliðurinn í öðrum rekstrarkostnaði eða 4.768 m.kr. Þar af er kostnaður vegna rannsóknarvara, lækninga- og hjúkrunarvara hæstur, eða 1.631 m.kr. Lyfjakostnaður var 967 m.kr. á árinu og þar til viðbótar er kostnaður vegna S – merktra lyfja um 1.011 m.kr. Keypt þjónusta var 2.045 m.kr. og er þar m.a. innifalinn kostnaður vegna aðkeyptra rannsókna, þjónustu sérfræðinga vegna hugbúnaðar, kostnaður vegna tölvuleigu og símakostnaður.
Eignakaup, viðhald og stofnkostnaður var 1.049 m.kr. á árinu. Þar bera hæst framkvæmdir við nýjan barnaspítala, framkvæmdir við legudeildir og endurnýjun á skurðstofum í Fossvogi. Þá var keyptur margvíslegur tækjabúnaður fyrir deildir spítalans.
Glæra 4
Eignir skv. efnahagsreikningi voru 981 m.kr. um síðustu áramót og er þar aðeins verið að tala um peningalegar eignir, þ.e. skammtímakröfur sem voru 612 m.kr., vörubirgðir fyrir 235 m.kr. og sjóði og bankainnistæður að upphæð 111 m.kr. Skuldir alls eru 1.687 m.kr. og er eigið fé neikvætt um 707 m.kr. Uppsafnaður halli á spítalanum var orðinn 881 m.kr. um síðustu áramót sem gerir spítalanum mjög erfitt fyrir í daglegum rekstri. Greiðslustaða spítalans er því mjög erfið og vegna þess að spítalanum er ekki heimilt að taka lán og stefna framkvæmdastjórnar er að greiða starfsmönnum spítalans laun á réttum tíma þá hefur verið nauðsynlegt að draga greiðslur til birgja spítalans. Slíkt hefur ekki góð áhrif á samstarf spítalans við birgja og getur alls ekki gengið til lengri tíma.
Glæra 5
Fasteignir ríkisins sem tilheyra Landspítala – háskólasjúkrahúsi eru ekki eignfærðar í ársreikningi spítalans skv. reikningsskilavenju ríkisins. Aðrar eignir s.s. tækjabúnaður er gjaldfærður á því ári sem hann er keyptur en er ekki eignfærður og afskrifaður. Fasteignamat húseigna spítalans er 9.277 m.kr. en brunabótamat þeirra er 13.313 m.kr. Skv. eignaskrá er verðmæti varanlegra rekstrarfjármuna 1.300 m.kr.
Glæra 6
Starfsemi Landspítala – háskólasjúkrahúss er mjög umfangsmikil og vil ég að lokum benda á nokkrar lykiltölur í rekstri spítalans sem fengnar eru úr ársskýrslu spítalans og stjórnunarupplýsingum Landspítala - háskólasjúkrahúss sem birtar eru á heimasíðu spítalans mánaðarlega og eru einnig gefnar út í sérstöku hefti.
Helstu tölur í rekstri og starfsemi spítalans eru almenningi aðgengilegar á upplýsingavefnum mánaðarlega. Slíkt hlýtur að teljast til fyrirmyndar í rekstri stofnunar í eigu þjóðarinnar.
Fjöldi starfsmanna á Landspítala – háskólasjúkrahúsi er um 5.000 í um 4.000 stöðugildum. Legur á sólarhringsdeildum spítalans voru 36.400 á árinu og fjöldi legudaga var 302.200. Að meðaltali voru um 830 sjúklingar inniliggjandi á sólarhringsdeildum spítalans á síðasta ári og var meðallegutími þeirra 8,3 dagar. Á dagdeildir spítalans komu 89.100 sjúklingar á árinu og 201.500 komur voru á göngudeildir. Þjónusta á dag- og göngudeildum hefur sífellt verið að aukast á undanförnum árum og legudögum á sólarhringsdeildum hefur að sama skapi fækkað. Þá hefur meðallegutími styst verulega á undanförnum árum. Þessi þróun er einnig í nágrannalöndum okkar. Nýkomum á slysa- og bráðadeild spítalans hefur fjölgað ár frá ári og voru þær um 66.000 á síðasta ári. Að meðaltali leita því samtals um 2.200 sjúklingar eftir þjónustu spítalans á hverjum degi. Um 13.000 aðgerðir voru framkvæmdar á skurðstofum spítalans á árinu og fæðingar voru rúmlega 2.800.
Bráðleiki sjúklinga er stuðull sem mælir umönnunarþörf inniliggjandi sjúklinga að meðaltali. Bráðleikinn hefur aukist ár frá ári sem sýnir að sjúklingar á legudeildum spítalans eru að jafnaði veikari en áður. Helst það í hendur við styttri meðallegutíma á spítalanum, hækkandi meðalaldur þjóðarinnar og tækninýjungar sem gerir heilbrigðiskerfinu mögulegt að veita sérhæfðari og meiri þjónustu.
Hið þríþætta hlutverk Landspítala – háskólasjúkrahúss innifelur umfangsmikla kennslu fyrir heilbrigðisstarfsfólk framtíðarinnar og eru á hverjum tíma um 450 nemendur í verklegu námi á spítalanum.
Skráð rúm á spítalanum eru 995 og hefur þeim fækkað jafnt og þétt undanfarin ár með styttri legutíma og aukinni áherslu á dag- og göngudeildir. Á síðasta ári voru um 4 starfsmenn fyrir hvert legurúm sem er svipað og árið áður.
Þegar reynt er að umbreyta allri starfsemi spítalans í innlagnir með aðferð sem notuð var af ráðgjafafyrirtækinu Ernst & Young þegar þeir unnu að framtíðaráætlunum fyrir spítalann en sú aðferð telur komur á dagdeildir og slysa- og bráðadeildir sem 1/3 af innlögn og komur á göngudeildir sem 1/12 af innlögn, þá kemur í ljós að hver lega, eða sjúklingur, kostaði spítalann um 195 þúsund krónur að meðaltali á síðasta ári. Til samanburðar þá var þessi upphæð 199 á árinu 2000. Kostnaður á sjúkling var því lægri á síðasta ári en á árinu þar á undan og því gátum við veitt fleiri sjúklingum þjónustu án þess að kostnaður hafi aukist.
Íbúum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um 1,8% á ári síðustu 10 árin, en þeim sem eru yfir 67 ára aldur fjölgaði um 2,4% á ári. Þessi hlutföll eru dæmigerð fyrir þá þróun sem Landspítali – háskólasjúkrahús þarf að semja sig að og kallar á afstöðu heilbrigðis- og fjárveitingaryfirvalda um rekstrarforsendur spítalans. Auknar lífslíkur fela einnig í sér að öll meðferð sjúklinga verður flóknari með hverju árinu. Landspítali – háskólasjúkrahús hefur hagrætt í sínum rekstri á þann veg að þrátt fyrir fjölgun sjúklinga, fjölgun aldraðra og flóknari meðferðarmöguleika þá hefur raunkostnaður við rekstur spítalans lækkað á milli ára og það er árangur sem við erum stolt af.
Heilbrigðisráðherra, menntamálaráðherra, rektor Háskóla Íslands, stjórnarnefnd og aðrir fundarmenn
Ég mun nú gera grein fyrir ársreikningi Landspítala – háskólasjúkrahúss fyrir árið 2001.
Þar sem ítarleg umfjöllun er um ársreikninginn í nýútkominni ársskýrslu spítalans mun ég aðeins fara yfir helstu lykilatriði hér.
Reikningsskil eru með sama hætti og tíðkast hjá A – hluta stofnunum ríkisins og hefur ársreikningurinn verið staðfestur af Ríkisendurskoðun. Ársreikningur Landspítala - háskólasjúkrahúss samanstendur af fjárlagalið 08 – 373 í fjárlögum ársins 2001.
Ársreikningur Sjúkrahúsapóteksins ehf. verður birtur í E – hluta ríkisreiknings og er því ekki innifalinn í ársreikningi Landspítala - háskólasjúkrahúss.
Glæra 1
Á árinu var greiðsla fyrir S – merkt lyf færð frá Tryggingastofnun ríkisins til spítalans en þetta eru lyf sem gefin eru á sjúkrahúsum eða í tengslum við sjúkrahús. Vegna hins mikla kostnaðar við S – merkt lyf og samanburðarins á milli áranna 2000 og 2001 þá hef ég talið þennan kostnað sérstaklega.
Ríkisframlag utan S – merktra lyfja nam 19.783 m.kr. og hækkaði það um 5,4%. Sértekjur námu 1.440 m.kr. og hafa þær hækkað um 33,8%.
Heildargjöld spítalans námu 22.687 m.kr. Þar af eru launagjöld stærsti kostnaðarliðurinn, eða um 64% og hafa þau hækkað um 7,3%. Annar rekstrarkostnaður var um 26% af heildargjöldum og hefur hann hækkað um 10,6%. Eignakaup, viðhald og stofnkostnaður voru um 5% af heildargjöldum og hafa þau hækkað um 23,7%. Fjármunatekjur voru hærri en fjármunagjöld á árinu.
Til samanburðar á hækkun gjalda spítalans á milli ára má benda á að launavísitala opinberra starfsmanna hækkaði um 9,6%, vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 6,8% og vísitala byggingakostnaðar hækkaði um 6,2%.
Rekstrarkostnaður umfram fjárheimildir er skv. ársreikningi 487 m.kr. En lítum á samanburð á milli áranna 2000 og 2001 á föstu verðlagi og er þá stuðst við þær vísitölur sem ég nefndi áðan.
Glæra 2
Sértekjur aukast á milli ára um rúm 25% sem aðallega er vegna reglugerðarbreytinga á gjaldtöku fyrir rannsóknir, framlag úr sjóðum til sérstakra stofnkostnaðarverkefna, vegna samninga spítalans við líftæknifyrirtæki og vegna aukningar á gjaldtöku fyrir erlenda sjúklinga. Launagjöld lækka um 2,2% en annar rekstrarkostnaður hækkar um 3,6%. Spilar þar aðallega inn í hin mikla lækkun á gengi íslensku krónunnar á árinu en mikið af sérhæfðum lækninga-, hjúkrunar- og rannsóknarvörum eru keypt inn skv. rammasamningum sem bundnir eru gengi. Vísitala gengisskráningar hækkaði um 20,1% á milli 2000 og 2001. Stofnkostnaðarliðir hækka um 16,3% sem að stórum hluta tengist endurnýjun skurðstofa og legudeilda vegna sameiningar sérgreina.
Þegar gjöld spítalans umfram tekjur og án S – merktra lyfja eru borin saman þá kemur í ljós að raunkostnaður á spítalanum hefur lækkað um 1,2%. Þetta er að mínu mati frábær árangur á sama tíma og kostnaður vegna sameiningar sérgreina á spítalanum er í hámarki og hagræðing vegna sameiningarinnar er ekki farin að skila sér nema að hluta til.
Hallarekstur Landspítala - háskólasjúkrahúss upp á 487 m.kr. má því skýra út frá óhagstæðri gengisþróun íslensku krónunnar og minnkaðra fjárheimilda til spítalans.
Glæra 3
Kostnaður vegna vörukaupa var stærsti kostnaðarliðurinn í öðrum rekstrarkostnaði eða 4.768 m.kr. Þar af er kostnaður vegna rannsóknarvara, lækninga- og hjúkrunarvara hæstur, eða 1.631 m.kr. Lyfjakostnaður var 967 m.kr. á árinu og þar til viðbótar er kostnaður vegna S – merktra lyfja um 1.011 m.kr. Keypt þjónusta var 2.045 m.kr. og er þar m.a. innifalinn kostnaður vegna aðkeyptra rannsókna, þjónustu sérfræðinga vegna hugbúnaðar, kostnaður vegna tölvuleigu og símakostnaður.
Eignakaup, viðhald og stofnkostnaður var 1.049 m.kr. á árinu. Þar bera hæst framkvæmdir við nýjan barnaspítala, framkvæmdir við legudeildir og endurnýjun á skurðstofum í Fossvogi. Þá var keyptur margvíslegur tækjabúnaður fyrir deildir spítalans.
Glæra 4
Eignir skv. efnahagsreikningi voru 981 m.kr. um síðustu áramót og er þar aðeins verið að tala um peningalegar eignir, þ.e. skammtímakröfur sem voru 612 m.kr., vörubirgðir fyrir 235 m.kr. og sjóði og bankainnistæður að upphæð 111 m.kr. Skuldir alls eru 1.687 m.kr. og er eigið fé neikvætt um 707 m.kr. Uppsafnaður halli á spítalanum var orðinn 881 m.kr. um síðustu áramót sem gerir spítalanum mjög erfitt fyrir í daglegum rekstri. Greiðslustaða spítalans er því mjög erfið og vegna þess að spítalanum er ekki heimilt að taka lán og stefna framkvæmdastjórnar er að greiða starfsmönnum spítalans laun á réttum tíma þá hefur verið nauðsynlegt að draga greiðslur til birgja spítalans. Slíkt hefur ekki góð áhrif á samstarf spítalans við birgja og getur alls ekki gengið til lengri tíma.
Glæra 5
Fasteignir ríkisins sem tilheyra Landspítala – háskólasjúkrahúsi eru ekki eignfærðar í ársreikningi spítalans skv. reikningsskilavenju ríkisins. Aðrar eignir s.s. tækjabúnaður er gjaldfærður á því ári sem hann er keyptur en er ekki eignfærður og afskrifaður. Fasteignamat húseigna spítalans er 9.277 m.kr. en brunabótamat þeirra er 13.313 m.kr. Skv. eignaskrá er verðmæti varanlegra rekstrarfjármuna 1.300 m.kr.
Glæra 6
Starfsemi Landspítala – háskólasjúkrahúss er mjög umfangsmikil og vil ég að lokum benda á nokkrar lykiltölur í rekstri spítalans sem fengnar eru úr ársskýrslu spítalans og stjórnunarupplýsingum Landspítala - háskólasjúkrahúss sem birtar eru á heimasíðu spítalans mánaðarlega og eru einnig gefnar út í sérstöku hefti.
Helstu tölur í rekstri og starfsemi spítalans eru almenningi aðgengilegar á upplýsingavefnum mánaðarlega. Slíkt hlýtur að teljast til fyrirmyndar í rekstri stofnunar í eigu þjóðarinnar.
Fjöldi starfsmanna á Landspítala – háskólasjúkrahúsi er um 5.000 í um 4.000 stöðugildum. Legur á sólarhringsdeildum spítalans voru 36.400 á árinu og fjöldi legudaga var 302.200. Að meðaltali voru um 830 sjúklingar inniliggjandi á sólarhringsdeildum spítalans á síðasta ári og var meðallegutími þeirra 8,3 dagar. Á dagdeildir spítalans komu 89.100 sjúklingar á árinu og 201.500 komur voru á göngudeildir. Þjónusta á dag- og göngudeildum hefur sífellt verið að aukast á undanförnum árum og legudögum á sólarhringsdeildum hefur að sama skapi fækkað. Þá hefur meðallegutími styst verulega á undanförnum árum. Þessi þróun er einnig í nágrannalöndum okkar. Nýkomum á slysa- og bráðadeild spítalans hefur fjölgað ár frá ári og voru þær um 66.000 á síðasta ári. Að meðaltali leita því samtals um 2.200 sjúklingar eftir þjónustu spítalans á hverjum degi. Um 13.000 aðgerðir voru framkvæmdar á skurðstofum spítalans á árinu og fæðingar voru rúmlega 2.800.
Bráðleiki sjúklinga er stuðull sem mælir umönnunarþörf inniliggjandi sjúklinga að meðaltali. Bráðleikinn hefur aukist ár frá ári sem sýnir að sjúklingar á legudeildum spítalans eru að jafnaði veikari en áður. Helst það í hendur við styttri meðallegutíma á spítalanum, hækkandi meðalaldur þjóðarinnar og tækninýjungar sem gerir heilbrigðiskerfinu mögulegt að veita sérhæfðari og meiri þjónustu.
Hið þríþætta hlutverk Landspítala – háskólasjúkrahúss innifelur umfangsmikla kennslu fyrir heilbrigðisstarfsfólk framtíðarinnar og eru á hverjum tíma um 450 nemendur í verklegu námi á spítalanum.
Skráð rúm á spítalanum eru 995 og hefur þeim fækkað jafnt og þétt undanfarin ár með styttri legutíma og aukinni áherslu á dag- og göngudeildir. Á síðasta ári voru um 4 starfsmenn fyrir hvert legurúm sem er svipað og árið áður.
Þegar reynt er að umbreyta allri starfsemi spítalans í innlagnir með aðferð sem notuð var af ráðgjafafyrirtækinu Ernst & Young þegar þeir unnu að framtíðaráætlunum fyrir spítalann en sú aðferð telur komur á dagdeildir og slysa- og bráðadeildir sem 1/3 af innlögn og komur á göngudeildir sem 1/12 af innlögn, þá kemur í ljós að hver lega, eða sjúklingur, kostaði spítalann um 195 þúsund krónur að meðaltali á síðasta ári. Til samanburðar þá var þessi upphæð 199 á árinu 2000. Kostnaður á sjúkling var því lægri á síðasta ári en á árinu þar á undan og því gátum við veitt fleiri sjúklingum þjónustu án þess að kostnaður hafi aukist.
Íbúum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um 1,8% á ári síðustu 10 árin, en þeim sem eru yfir 67 ára aldur fjölgaði um 2,4% á ári. Þessi hlutföll eru dæmigerð fyrir þá þróun sem Landspítali – háskólasjúkrahús þarf að semja sig að og kallar á afstöðu heilbrigðis- og fjárveitingaryfirvalda um rekstrarforsendur spítalans. Auknar lífslíkur fela einnig í sér að öll meðferð sjúklinga verður flóknari með hverju árinu. Landspítali – háskólasjúkrahús hefur hagrætt í sínum rekstri á þann veg að þrátt fyrir fjölgun sjúklinga, fjölgun aldraðra og flóknari meðferðarmöguleika þá hefur raunkostnaður við rekstur spítalans lækkað á milli ára og það er árangur sem við erum stolt af.