Náðst hafa sættir í deilu læknanema og Landspítala - háskólasjúkrahúss og eru þeir læknanemar sem ráðnir höfðu verið til sjúkrahússins komnir til vinnu. Komnir voru á ýmist skriflegir eða munnlegir ráðningarsamningar við læknanemana um laun í samræmi við ákvörðun fjármálaráðuneytis. Deilan sem staðið hefur um meint loforð um breytt laun leystist í samvinnu við læknadeild og eru efnisatriði þau að spítalinn mun efla handleiðslu og formlega kennslu læknanema í sumarstarfi þannig að læknadeild geti viðurkennt þennan tíma sem hluta af kennslutíma þeirra og þannig stytt heildarnámstímann. Hafði læknadeild áður stefnt að slíku fyrirkomulagi en verður því nú flýtt.
Spítalinn og læknanemar semja
Sættir hafa náðst milli spítalans og læknanema og eru þeir sem ráðnir höfðu verið komnir til vinnu.
Náðst hafa sættir í deilu læknanema og Landspítala - háskólasjúkrahúss og eru þeir læknanemar sem ráðnir höfðu verið til sjúkrahússins komnir til vinnu. Komnir voru á ýmist skriflegir eða munnlegir ráðningarsamningar við læknanemana um laun í samræmi við ákvörðun fjármálaráðuneytis. Deilan sem staðið hefur um meint loforð um breytt laun leystist í samvinnu við læknadeild og eru efnisatriði þau að spítalinn mun efla handleiðslu og formlega kennslu læknanema í sumarstarfi þannig að læknadeild geti viðurkennt þennan tíma sem hluta af kennslutíma þeirra og þannig stytt heildarnámstímann. Hafði læknadeild áður stefnt að slíku fyrirkomulagi en verður því nú flýtt.