Háskóli Íslands og Landspítali - háskólasjúkrahús
Fréttatilkynning
28. júní 2002
Í viðbótarsamningi Háskóla Íslands og Landspítala - háskólasjúkrahúss sem undirritaður var 28. júní 2002 er fjallað um starfsmannamál, fyrirkomulag samstarfs einstakra starfseininga, stöðu nemenda og skipan menntunar, vísindastörf og rannsóknarverkefni og loks mótuð stefna varðandi rekstur og fjárhagsábyrgð. Samningurinn gildir í 4 ár en áformað er að hann verði endurskoðaður í heild innan tveggja ára.
Viðbótarsamningurinn byggir á samstarfssamningi H.Í. og LSH sem undirritaður var 10. maí 2001. Í samningnum er fjallað um samskipti stofnananna og yfirstjórnenda þeirra og fyrirkomulag samstarfs.
Með undirritun viðbótarsamningsins fellur endanlega úr gildi 38. grein eldri laga um Háskóla Íslands, nr. 131/1990. Sú grein kvað á um lögformlega stöðu prófessora læknadeildar H.Í. innan Landspítala - háskólasjúkrahúss. Breytt skipulag innan beggja stofnana og aukið samstarf þeirra, ásamt stofnun nýrra deilda, gerðu lagabreytingar að því er þetta varðar nauðsynlegar.
Viðbótarsamningnum er skipt í fimm kafla og fylgiskjöl eru tíu talsins. Samningurinn er birtur í heild, ásamt fylgiskjölum, á upplýsingavef Landspítala - háskólasjúkrahúss, www.landspitali.is.
Starfsmannamál
Fræðisvið og fræðigreinar í H.Í. og svið og deildir á LSH
Fyrsti og annar kafli eru um starfsmannamál og stjórnunarleg tengsl starfseininga í H.Í og á LSH. Fjallað er um þá starfsmenn sem vinna við báðar stofnanirnar. Annars vegar eru það kennarar sem ráðnir eru til Háskóla Íslands en þurfa vegna eðlis starfs síns að sinna því innan veggja Landspítala - háskólasjúkrahúss. Í slíkum tilvikum mun spítalinn leggja starfsmanninum til nauðsynlega aðstöðu. Hins vegar getur starfsmaður verið ráðinn til beggja stofnananna og í því tilviki eru gerðir tveir ráðningarsamningar, bæði við H.Í og LSH. Ef fyrirhugað er að ráða starfsmann til beggja undirbúa stofnirnar ráðninguna í sameiningu, einkum þegar um veigamikil störf er að ræða með mikla stjórnunarábyrgð. Æskilegt er talið að sami einstaklingur geti verði í forystu fyrir fræðigrein innan Háskólans og gegnt starfi stjórnunarlegs yfirmanns á LSH, einkum þegar á í hlut prófessor við læknadeild en það getur einnig gilt um aðrar greinar. Nauðsynlegt er að ráðningartími sé samræmdur ef þetta fyrirkomulag er viðhaft. Nú er heimilt að ráða kennara til Háskóla Íslands til 5 ára í senn og ætla báðar stofnanir að vinna að því að afla heimilda til tímabundinnar ráðningar yfirmanna spítalans, til samræmis við ráðningartíma kennara við H.Í.
Samstarf er núna í starfsmannamálum einkum innan læknisfræði en einnig í nokkrum mæli innan hjúkrunarfræði. Í samningnum er kveðið á um að jafnframt skuli unnið að auknu samstarfi í lyfjafræði og tannlækningum.
Staða nemenda og skipan menntunar
Í þriðja kafla er fjallað um stöðu nemenda og skipan menntunar. Nemendur í heilbrigðisvísindagreinum hafa ætíð sótt stóran hluta menntunar sinnar til sjúkrahúsa í Reykjavík. Með viðbótarsamningnum eru í fyrsta sinn skipulega skilgreind réttindi nemenda H.Í. og skyldur þegar þeir koma til náms og starfa á sjúkrahúsi. Ákveðið er að nemandi búi við sambærilega stöðu og starfsmenn spítalans meðan á náminu stendur, hafi aðgang að aðstöðu spítalans en verði jafnframt að undirgangast sambærilegar skyldur varðandi trúnað, heilbrigðiseftirlit og forvarnir. Jafnframt er nemendum tryggð sama tryggingavernd og starfsmenn spítalans njóta.
Náminu er skipt í grunnnám, rannsóknanám og sérnám. Með grunnnáminu afla nemendur sér starfsréttinda í heilbrigðisgreinum. Í rannsóknanámi stefna nemendur að meistara- eða doktorsprófi og krefjist námið aðstöðu á LSH er það skipulagt í samstarfi H.Í. og sjúkrahússins. Í sérnámi fá heilbrigðisstarfsmenn sérhæfða klíníska framhaldsmenntun. Nauðsynlegt er að slíkt nám sé byggt upp á Íslandi en ýmsir aðilar þurfa að koma að því. LSH og H.Í. ætla að beita sér fyrir því að fyrir mitt ár 2003 verði gerð áætlun um uppbyggingu sérnáms og viðbótarnáms í heilbrigðisvísindagreinum.
Aðstaða til sérhæfðrar kennslu í heilbrigðisvísindagreinum er tiltölulega fábrotin innan stofnananna. Vegna þróunar heilbrigðisvísindagreina er talið nauðsynlegt að innrétta sérútbúið kennsluhúsnæði og verður unnin sameiginleg áætlun um byggingu slíkrar aðstöðu. Í því sambandi er einkum horft til fyrirhugaðrar uppbyggingar Landspítala - háskólasjúkrahúss við Hringbraut.
Vísindastörf og rannsóknaverkefni
Í fjórða kafla er fjallað um vísindastörf og rannsóknarverkefni. Nýlega hefur verið samþykkt vísindastefna Landspítala - háskólasjúkrahúss og vísinda- og menntastefna Háskóla Íslands var samþykkt í apríl 2001. H.Í. og LSH hyggjast vinna að sameiginlegri stefnu um vísindi og rannsóknarstörf sem tengjast báðum stofnunum, móta reglur um meðferð rannsóknargagna og í sameiningu vinna að eflingu rannsóknarsamstarfs með öflun fjár til rannsókna, bættum tækjakosti til skráninga og markvissri skipulagningu rannsóknarstarfs, meðal annars á legu- og göngudeildum sjúkrahússins. Jafnframt verður mótuð stefna gagnvart styrkveitendum og fyrirtækjum. Fjármálaumsýsla verður efld, verklag mótað um höfundarrétt og nýtingu hugverka og unnið að samræmingu á fjárhagslegri umsýslu.
Rekstur og fjárhagsábyrgð rekstrarþátta
Í fimmta kafla er fjallað um rekstur og fjárhagsábyrgð rekstrarþátta. Háskóli Íslands hefur gert samning við menntamálaráðuneytið um fjármögnun kennslu og rannsókna innan H.Í. Á LSH hafa ekki verið skilgreindar sérstakar fjárveitingar eða kostnaður við kennslu og háskólastarfsemi innan spítalans, þótt sú starfsemi hafi verið þar um áratugaskeið. Á næstu misserum leggja samningsaðilar í sameiningu mat á eðlilegan kostnað LSH vegna klínískrar kennslu nemenda og annarrar háskólastarfsemi, m.a. með samanburði við önnur háskólasjúkrahús. Samningi stofnananna um fjárhagsleg atriði er ekki lokið en stefnt að því að fyrir lok ársins 2003 verði tekið upp reiknilíkan sem skilgreinir kostnað við klíníska kennslu og háskólastarfsemi á LSH.
Nánari upplýsingar um samninginn og samstarf Háskóla Íslands og Landspítala - háskólasjúkrahúss veita rektorsskrifstofa H.Í. og skrifstofa forstjóra LSH.
Fréttatilkynning
28. júní 2002
Viðbótarsamningur
Háskóla Íslands og Landspítala - háskólasjúkrahúss
Háskóla Íslands og Landspítala - háskólasjúkrahúss
Í viðbótarsamningi Háskóla Íslands og Landspítala - háskólasjúkrahúss sem undirritaður var 28. júní 2002 er fjallað um starfsmannamál, fyrirkomulag samstarfs einstakra starfseininga, stöðu nemenda og skipan menntunar, vísindastörf og rannsóknarverkefni og loks mótuð stefna varðandi rekstur og fjárhagsábyrgð. Samningurinn gildir í 4 ár en áformað er að hann verði endurskoðaður í heild innan tveggja ára.
Viðbótarsamningurinn byggir á samstarfssamningi H.Í. og LSH sem undirritaður var 10. maí 2001. Í samningnum er fjallað um samskipti stofnananna og yfirstjórnenda þeirra og fyrirkomulag samstarfs.
Með undirritun viðbótarsamningsins fellur endanlega úr gildi 38. grein eldri laga um Háskóla Íslands, nr. 131/1990. Sú grein kvað á um lögformlega stöðu prófessora læknadeildar H.Í. innan Landspítala - háskólasjúkrahúss. Breytt skipulag innan beggja stofnana og aukið samstarf þeirra, ásamt stofnun nýrra deilda, gerðu lagabreytingar að því er þetta varðar nauðsynlegar.
Viðbótarsamningnum er skipt í fimm kafla og fylgiskjöl eru tíu talsins. Samningurinn er birtur í heild, ásamt fylgiskjölum, á upplýsingavef Landspítala - háskólasjúkrahúss, www.landspitali.is.
Starfsmannamál
Fræðisvið og fræðigreinar í H.Í. og svið og deildir á LSH
Fyrsti og annar kafli eru um starfsmannamál og stjórnunarleg tengsl starfseininga í H.Í og á LSH. Fjallað er um þá starfsmenn sem vinna við báðar stofnanirnar. Annars vegar eru það kennarar sem ráðnir eru til Háskóla Íslands en þurfa vegna eðlis starfs síns að sinna því innan veggja Landspítala - háskólasjúkrahúss. Í slíkum tilvikum mun spítalinn leggja starfsmanninum til nauðsynlega aðstöðu. Hins vegar getur starfsmaður verið ráðinn til beggja stofnananna og í því tilviki eru gerðir tveir ráðningarsamningar, bæði við H.Í og LSH. Ef fyrirhugað er að ráða starfsmann til beggja undirbúa stofnirnar ráðninguna í sameiningu, einkum þegar um veigamikil störf er að ræða með mikla stjórnunarábyrgð. Æskilegt er talið að sami einstaklingur geti verði í forystu fyrir fræðigrein innan Háskólans og gegnt starfi stjórnunarlegs yfirmanns á LSH, einkum þegar á í hlut prófessor við læknadeild en það getur einnig gilt um aðrar greinar. Nauðsynlegt er að ráðningartími sé samræmdur ef þetta fyrirkomulag er viðhaft. Nú er heimilt að ráða kennara til Háskóla Íslands til 5 ára í senn og ætla báðar stofnanir að vinna að því að afla heimilda til tímabundinnar ráðningar yfirmanna spítalans, til samræmis við ráðningartíma kennara við H.Í.
Samstarf er núna í starfsmannamálum einkum innan læknisfræði en einnig í nokkrum mæli innan hjúkrunarfræði. Í samningnum er kveðið á um að jafnframt skuli unnið að auknu samstarfi í lyfjafræði og tannlækningum.
Staða nemenda og skipan menntunar
Í þriðja kafla er fjallað um stöðu nemenda og skipan menntunar. Nemendur í heilbrigðisvísindagreinum hafa ætíð sótt stóran hluta menntunar sinnar til sjúkrahúsa í Reykjavík. Með viðbótarsamningnum eru í fyrsta sinn skipulega skilgreind réttindi nemenda H.Í. og skyldur þegar þeir koma til náms og starfa á sjúkrahúsi. Ákveðið er að nemandi búi við sambærilega stöðu og starfsmenn spítalans meðan á náminu stendur, hafi aðgang að aðstöðu spítalans en verði jafnframt að undirgangast sambærilegar skyldur varðandi trúnað, heilbrigðiseftirlit og forvarnir. Jafnframt er nemendum tryggð sama tryggingavernd og starfsmenn spítalans njóta.
Náminu er skipt í grunnnám, rannsóknanám og sérnám. Með grunnnáminu afla nemendur sér starfsréttinda í heilbrigðisgreinum. Í rannsóknanámi stefna nemendur að meistara- eða doktorsprófi og krefjist námið aðstöðu á LSH er það skipulagt í samstarfi H.Í. og sjúkrahússins. Í sérnámi fá heilbrigðisstarfsmenn sérhæfða klíníska framhaldsmenntun. Nauðsynlegt er að slíkt nám sé byggt upp á Íslandi en ýmsir aðilar þurfa að koma að því. LSH og H.Í. ætla að beita sér fyrir því að fyrir mitt ár 2003 verði gerð áætlun um uppbyggingu sérnáms og viðbótarnáms í heilbrigðisvísindagreinum.
Aðstaða til sérhæfðrar kennslu í heilbrigðisvísindagreinum er tiltölulega fábrotin innan stofnananna. Vegna þróunar heilbrigðisvísindagreina er talið nauðsynlegt að innrétta sérútbúið kennsluhúsnæði og verður unnin sameiginleg áætlun um byggingu slíkrar aðstöðu. Í því sambandi er einkum horft til fyrirhugaðrar uppbyggingar Landspítala - háskólasjúkrahúss við Hringbraut.
Vísindastörf og rannsóknaverkefni
Í fjórða kafla er fjallað um vísindastörf og rannsóknarverkefni. Nýlega hefur verið samþykkt vísindastefna Landspítala - háskólasjúkrahúss og vísinda- og menntastefna Háskóla Íslands var samþykkt í apríl 2001. H.Í. og LSH hyggjast vinna að sameiginlegri stefnu um vísindi og rannsóknarstörf sem tengjast báðum stofnunum, móta reglur um meðferð rannsóknargagna og í sameiningu vinna að eflingu rannsóknarsamstarfs með öflun fjár til rannsókna, bættum tækjakosti til skráninga og markvissri skipulagningu rannsóknarstarfs, meðal annars á legu- og göngudeildum sjúkrahússins. Jafnframt verður mótuð stefna gagnvart styrkveitendum og fyrirtækjum. Fjármálaumsýsla verður efld, verklag mótað um höfundarrétt og nýtingu hugverka og unnið að samræmingu á fjárhagslegri umsýslu.
Rekstur og fjárhagsábyrgð rekstrarþátta
Í fimmta kafla er fjallað um rekstur og fjárhagsábyrgð rekstrarþátta. Háskóli Íslands hefur gert samning við menntamálaráðuneytið um fjármögnun kennslu og rannsókna innan H.Í. Á LSH hafa ekki verið skilgreindar sérstakar fjárveitingar eða kostnaður við kennslu og háskólastarfsemi innan spítalans, þótt sú starfsemi hafi verið þar um áratugaskeið. Á næstu misserum leggja samningsaðilar í sameiningu mat á eðlilegan kostnað LSH vegna klínískrar kennslu nemenda og annarrar háskólastarfsemi, m.a. með samanburði við önnur háskólasjúkrahús. Samningi stofnananna um fjárhagsleg atriði er ekki lokið en stefnt að því að fyrir lok ársins 2003 verði tekið upp reiknilíkan sem skilgreinir kostnað við klíníska kennslu og háskólastarfsemi á LSH.
Nánari upplýsingar um samninginn og samstarf Háskóla Íslands og Landspítala - háskólasjúkrahúss veita rektorsskrifstofa H.Í. og skrifstofa forstjóra LSH.