Fræðslumappa um getnaðarvarnir var afhent í vor til afnota fyrir heilbrigðisstarfsfólk á móttökudeild kvenna og kvöldmóttöku um getnaðarvarnir. Fræðslumappan er styrkt af Soroptimistum og er hluti af verkefni þeirra sem nefnist "Inn í 21. öldina með æskunni". Hún var unnin af Sóleyju S. Bender hjúkrunarfræðingi MS og Önnu Guðnýju Björnsdóttur ljósmóður, sem hafa unnið á móttöku um getnaðarvarnir á kvennadeildinni. Tilgangur fræðslumöppunnar er að auka þekkingu fólks, einkum ungs fólks, á getnaðarvörnum. Hærri tíðni þungana og fæðinga meðal unglingsstúlkna hér á landi miðað við önnur norræn lönd og hækkandi tíðni fóstureyðinga er hvatinn að gerð þessarar möppu. Hún er ætluð fyrir heilbrigðisstarfsfólk heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa sem veitir fræðslu um getnaðarvarnir til einstaklinga og para.
Mynd:
Mappan afhent: Margrét I. Hallgrímsson sviðsstjóri, Elísabet Ólafsdóttir
deildarstjóri, Guðný Guðlaugsdóttir hjúkrunarfræðingur, Sóley S. Bender
hjúkrunarfræðingur og Anna Guðný Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur.