Verðlaunasjóður Óskars Þórðarssonar læknis veitir nú öðru sinni viðurkenningu fyrir vísindaleg afrek á sviði barnalækninga. Hana hlýtur dr. Hákon Hákonarson barnalæknir og sérfræðingur í lungnalækningum barna, fyrir rannsóknir á astma. Rannsóknarverkefni Hákonar eru annars vegar á sviði sameindalíffræði og hins vegar á sviði erfðarannsókna. Þær hafa staðið frá 1993 og leitast við að finna erfðavísa sem orsaka astma þannig að hægt sé að þróa nýja og sértækari meðferð við astma á grunni rannsóknanna.
Bent Sch. Thorsteinsson stofnaði Verðlaunasjóð Óskars Þórðarsonar árið 2000 með veglegri peningagjöf til minningar um Óskar, fóstra sinn. Sjóðurinn erí vörslu Háskóla Íslands og skal veita viðurkenningu fyrir vísindaleg afreká sviði barnalækninga s.s. rannsóknir, ritgerðir og skyld verkefni. RektorHáskóla Íslands ákveður úthlutun hverju sinni að höfðu samráði við forseta
læknadeildar skólans.i
Rannsóknir á astma á sviði sameindalíffræði og erfðafræði. Hákon leiddi rannsóknir sem snúa að sameindalífræði astma viðlæknaháskólann í Pennsylvaníu frá 1993 til 1998. Í þeim eru kölluð fram astmaeinkenni hjá dýrum og leitað að breytileika í erfðavísum og starfsemi þeirra eggjahvítuefna sem þessi gen tjá og þau borin saman við samanburðarhóp sem ekki hefur einkenni um astma. . Þær erfðafræðirannóknir sem Hákon stjórnar hjá Íslenskri erfðagreiningu, snúa hins vegar að því að finna sameiginleg svæði í erfðamengi einstaklinga með astma og staðsetja þau gen og þann breytileika í þessum genum sem orsakar asthma. Rannsóknirnar hjálpa því hvor annarri við að finna þau gen og eggjahvítuefni sem mestu máli skipta fyrir astma sem er grundvöllur þess að þróa megi ný lyf.
Hákon er fæddur á Akureyri árið 1960, stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri og brautskráðist frá læknadeild Háskóla Íslands 1986. Hann lauk sérfræðiprófi í barnalækningum 1992 frá University of Connecticut og í lungnalækningum barna frá University of Pennsylvania School of Medicine árið 1996. Á liðnu vori varði Hákon doktorsritgerð sína sem fjallaði um ofangreindar rannsóknir við læknadeild Háskóla Íslands. Hákon hefur leitt lungnarannsóknarsvið Íslenskrar erfðagreiningar frá 1998 og er þar yfirmaður lyfjafræðarannsókna og rannsóknasviðs bólgu- og sjálfsofnæmissjúkdóma. Jafnframt sinnir Hákon lungnalækningum við barnadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss. Hákon er kvæntur Maríu Björk Ívarsdóttur grafískum hönnuði og eiga þau börnin Ívar Örn, Sigrúnu Maríu og Sólveigu Helgu.
Óskar Þórðarson barnalæknir fæddist 1897, brautskráðist frá læknadeild Háskóla Íslands 1927, lærði fæðingahjálp í Danmörku 1927 og stundaði sérnám í barnalækningum í Austurríki og Þýskalandi á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Hann stofnaði læknastofu í Reykjavík árið 1930 og rak hana til dauðadags árið 1958. Samhliða var Óskar skólalæknir Austurbæjarskólans og Laugarnesskólans, læknir barnaheimilis Sumargjafar og eftirlitslæknir við barnaheimili Reykjavíkur. Óskar kvæntist Guðrúnu Sveinsdóttur frá Hrauni á Skaga móður Bents stofnanda verðalaunasjóðsins árið 1928.
Bent Sch. Thorsteinsson stofnaði Verðlaunasjóð Óskars Þórðarsonar árið 2000 með veglegri peningagjöf til minningar um Óskar, fóstra sinn. Sjóðurinn erí vörslu Háskóla Íslands og skal veita viðurkenningu fyrir vísindaleg afreká sviði barnalækninga s.s. rannsóknir, ritgerðir og skyld verkefni. RektorHáskóla Íslands ákveður úthlutun hverju sinni að höfðu samráði við forseta
læknadeildar skólans.i
Rannsóknir á astma á sviði sameindalíffræði og erfðafræði. Hákon leiddi rannsóknir sem snúa að sameindalífræði astma viðlæknaháskólann í Pennsylvaníu frá 1993 til 1998. Í þeim eru kölluð fram astmaeinkenni hjá dýrum og leitað að breytileika í erfðavísum og starfsemi þeirra eggjahvítuefna sem þessi gen tjá og þau borin saman við samanburðarhóp sem ekki hefur einkenni um astma. . Þær erfðafræðirannóknir sem Hákon stjórnar hjá Íslenskri erfðagreiningu, snúa hins vegar að því að finna sameiginleg svæði í erfðamengi einstaklinga með astma og staðsetja þau gen og þann breytileika í þessum genum sem orsakar asthma. Rannsóknirnar hjálpa því hvor annarri við að finna þau gen og eggjahvítuefni sem mestu máli skipta fyrir astma sem er grundvöllur þess að þróa megi ný lyf.
Hákon er fæddur á Akureyri árið 1960, stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri og brautskráðist frá læknadeild Háskóla Íslands 1986. Hann lauk sérfræðiprófi í barnalækningum 1992 frá University of Connecticut og í lungnalækningum barna frá University of Pennsylvania School of Medicine árið 1996. Á liðnu vori varði Hákon doktorsritgerð sína sem fjallaði um ofangreindar rannsóknir við læknadeild Háskóla Íslands. Hákon hefur leitt lungnarannsóknarsvið Íslenskrar erfðagreiningar frá 1998 og er þar yfirmaður lyfjafræðarannsókna og rannsóknasviðs bólgu- og sjálfsofnæmissjúkdóma. Jafnframt sinnir Hákon lungnalækningum við barnadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss. Hákon er kvæntur Maríu Björk Ívarsdóttur grafískum hönnuði og eiga þau börnin Ívar Örn, Sigrúnu Maríu og Sólveigu Helgu.
Óskar Þórðarson barnalæknir fæddist 1897, brautskráðist frá læknadeild Háskóla Íslands 1927, lærði fæðingahjálp í Danmörku 1927 og stundaði sérnám í barnalækningum í Austurríki og Þýskalandi á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Hann stofnaði læknastofu í Reykjavík árið 1930 og rak hana til dauðadags árið 1958. Samhliða var Óskar skólalæknir Austurbæjarskólans og Laugarnesskólans, læknir barnaheimilis Sumargjafar og eftirlitslæknir við barnaheimili Reykjavíkur. Óskar kvæntist Guðrúnu Sveinsdóttur frá Hrauni á Skaga móður Bents stofnanda verðalaunasjóðsins árið 1928.