Fjáraukalagafrumvarp fyrir árið 2002 hefur verið lagt fram á Alþingi. Í því er gert ráð fyrir að framlag til reksturs Landspítala - háskólasjúkrahúss hækki samtals um 1200 milljónir króna. Þarna vegur þyngst að lögð er til 1.110 milljóna króna fjárveiting til að mæta uppsöfnuðum rekstrarhalla LSH í árslok 2002, að meðtöldum 306 milljóna króna halla vegna S-merktra lyfja.
Nánar um þetta með því að smella á fyrsta orðið í fréttinni að ofan. Smellið síðan á "5. Athugasemdir við einstaka fjárlagaliði" í kaflanum "Fjáraukalagafrumvarp". Fjallað er um Landspítala - háskólasjúkrahús undir "08. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti".