Stjórnarnefnd Landspítala - háskólasjúkrahúss hefur samþykkt "Endurskoðun skipulags LSH" sem forstjóri sjúkrahússins lagði fyrir hana á fundi 9. október 2002. Þessi endurskoðun hófst skipulega um miðjan maí síðastliðinn en þegar klínískt sviðakerfi var samþykkt í júní 2000 var jafnframt ákveðið að endurskoða skipulag LSH eigi síðar en 1. október 2002. Fjölmargt fólk hefur með einum eða öðrum hætti tengst þeirri endurskoðun skipulags sem nú lítur dagsins ljós.
Fremst í skýrslunni er samantekt um niðurstöður. Þar á eftir er í 7 köflum lýst skipulagsbreytingum sem hafa orðið síðan árið 2000, samningi við Háskóla Íslands, innra starfi spítalans, endurskoðun á skipulagi LSH, viðhorfi stjórnarnefndar til hlutverks og starfs og viðhorfi sviðsstjóra og annarra starfsmanna. Í 8. kafla eru niðurstöður og tillögur til breytinga. Í 9. kafla er fjallað um úrvinnslu breytinga og tímasetningar. Aftast eru 5 fylgiskjöl.
Hægt er að skoða allt meginmál skýrslunnar á vefsíðu og við höndina hægra megin á skjánum eru fylgiskjölin. Einnig er skýrslan birt í heild í pdf formi.