Þórunn Bergþórsdóttir læknaritari á Landakoti opnaði í dag nýjan vef öldrunarsviðs. Hópur starfsmanna öldrunarsviðs hefur að undanförnu unnið að gerð þessa vefs ásamt Gagnasmiðju og upplýsingafulltrúa. Vefurinn var opnaður á kaffisamsæti á Landakoti þar sem núverandi og fyrrverandi starfsmenn fögnuðu 100 ára afmælis reksturs sjúkrahúss þar.
Vefur öldrunarsviðs er fyrsti heildarvefur klínísks sviðs á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Hann er enn aðeins sýnilegur á heimavef spítalans en verður að miklu leyti einnig á útvefnum sem verður opnaður í næsta mánuði.
Nýjan vef öldrunarsviðs er að finna undir "Klínísk þjónusta" á heimasíðu upplýsingavefs LSH. Einnig er tengil að finna undir "Athygli vakin" á heimasíðu LSH.