Hulda Perry, formaður Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands, færði sjúkraþjálfuninni á Landakoti
gjafabréf í tilefni af aldarafmæli reksturs sjúkrahúss þar. Það verður nýtt til kaupa á stuttbylgjutæki til meðferðar aldraðra á Landakoti. Slíkt tæki
kostar ásamt fylgihlutum um 900 þúsund krónur. Bergþóra Baldursdóttir sjúkraþjálfari á Landakoti tók við gjafabréfinu í afmælishófinu þar,16. október 2002.
Stuttbylgjutæki gefur frá sér rafsegulbylgjur sem stilla má þannig að hitamyndun verði djúpt í vefjum eða án hitamyndunar. Rannsóknir hafa sýnt góða virkni á dempun sársauka og bólgu, auk jákvæðra áhrifa á vefjauppbyggingu. Slíkt tæki nýtist sérstaklega vel við meðferð aldraðra með verki og bólgur vegna slitgigtar, beinþynningar og í kjölfar áverka og brota. Sjúkraþjálfunin á Landakoti hefur ekki haft yfir slíku tæki að ráða en tilkoma þess bætir til muna meðferðarmöguleika deildarinnar í þágu aldraðra skjólstæðinga hennar.
gjafabréf í tilefni af aldarafmæli reksturs sjúkrahúss þar. Það verður nýtt til kaupa á stuttbylgjutæki til meðferðar aldraðra á Landakoti. Slíkt tæki
kostar ásamt fylgihlutum um 900 þúsund krónur. Bergþóra Baldursdóttir sjúkraþjálfari á Landakoti tók við gjafabréfinu í afmælishófinu þar,16. október 2002.
Stuttbylgjutæki gefur frá sér rafsegulbylgjur sem stilla má þannig að hitamyndun verði djúpt í vefjum eða án hitamyndunar. Rannsóknir hafa sýnt góða virkni á dempun sársauka og bólgu, auk jákvæðra áhrifa á vefjauppbyggingu. Slíkt tæki nýtist sérstaklega vel við meðferð aldraðra með verki og bólgur vegna slitgigtar, beinþynningar og í kjölfar áverka og brota. Sjúkraþjálfunin á Landakoti hefur ekki haft yfir slíku tæki að ráða en tilkoma þess bætir til muna meðferðarmöguleika deildarinnar í þágu aldraðra skjólstæðinga hennar.