Fræðslu- og vísindadagur öldrunarsviðs hófst með miklum glæsibrag í morgun á Hótel Sögu. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra og Magnús Pétursson forstjóri fluttu ávörp í byrjun. Síðan fór Matthías Johannessen skáld og fyrrverandi ritstjóri á kostum í því að rifja upp minningarbrot tengdum Landakoti. Ólafur H. Torfason rithöfundur rakti á fróðlegan hátt ástæður þess að St. Jósefssystur komu hingað til lands og lýsti áhrifum þeirra í íslensku samfélagi. Á milli erinda þeirra söng kórinn Graduale Nobili úr Langholtskirkju.
Á veggjum við Súlnasalinn eru veggspjöld um rannsóknir og starfsemi á öldrunarsviði. Dagskrá stendur yfir til kl. 14:30 og er öllum velkomið að líta inn og fylgjast með.
Gerður var góður rómur að minningarbrotum Matthíasar Johannessen
skálds og fyrrverandi ritstjóra. Hann hafði margar sögur að
segja sem tengjast lífi og lækningum á Landakoti.
Ólafur H. Torfason skrifaði bók um St. Jósefssystur sem kom
út árið 1996. Hann rakti ástæður þess að þær komu hingað
til lands og nefndi dæmi um góð áhrif þeirra á íslenskt samfélag.
Kórinn Graduale Nobili úr Langholtskirkju hefur getið sér gott orð, enda einvalalið
söngvara sem þar stillir saman raddir. Kórinn söng nokkur lög fyrir gesti á
Hótel Sögu.
Á veggspjöldum í Súlnasalnum er hægt að fræðast um ýmsar
forvitnilegar rannsóknir sem tengjast öldrun.