Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur skipað nefnd til að annast skipulagningu húsnæðis fyrir Landspítala - háskólasjúkrahús við Hringbraut. Henni er ætlað að starfa á grundvelli álits starfsnefndar sem fjallaði um framtíðarskipulag og uppbyggingu LSH og skilaði heilbrigðisráðherra áliti sínu í janúar 2002.
Nefndarmenn
Ragnheiður Haraldsdóttir skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, formaður.
Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala - háskólasjúkrahúss, varaformaður.
Páll Skúlason rektor Háskóla Íslands.
Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri tækni og eigna á Landspítala - háskólasjúkrahúsi
Magnús Skúlason deildarstjóri á fjármálaskrifstofu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins.
Skipunarbréf heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis til nefndarmanna. Í því eru verkefni nefndarinnar nákvæmlega tilgreind, svo og tímamörk einstakra verkliða.