Landspítali - háskólasjúkrahús
Eftir að upp kom meticillín ónæmur stofn af bakteríunni MÓSA á bæklunarskurðlækningadeild A-4 á Landspítala Fossvogi um miðjan síðasta mánuð var gerð umfangsmikil leit að bakteríunni meðal sjúklinga, sem legið höfðu á deild A-4 og útskrifast þaðan á aðrar sjúkrastofnanir. Einn sjúklingur, sem útskrifast hafði á Hrafnistu og 3 sjúklingar, sem útskrifast höfðu á deild L-3 á Landakoti reyndust bera bakteríuna. Á Hrafnistu dreifðist bakterían ekki, en á deild L-3 á Landakoti hefur hún nú fundist í 3 vistmönnum til viðbótar og 8 starfsmönnum. Hér er í öllum tilfellum um að ræða einkennalausa einstaklinga, þ.e. að bakterían er til staðar, en hefur ekki valdið sýkingu. Af þessum sökum hefur deild L-3 nú verið lokað fyrir innlögnum og verður hún sótthreinsuð. Á meðan þær aðgerðir standa yfir verða sjúklingar vistaðir á deild L-4 á Landakoti. Þeir sjúklingar og starfsmenn sem greinst hafa með bakteríuna hafa ýmist þegar lokið, eru á eða munu fá viðeigandi meðferð. Starfsmennirnir verða frá vinnu í nokkra daga.
MÓSA bakteríur valda heilbrigðum einstaklingum ekki vandkvæðum en geta valdið spítalasýkingum sem erfitt er að meðhöndla.
Bakterían var mjög sjaldgæf hér á landi en síðustu tvö árin hefur tilfellum fjölgað verulega. Hún er vel þekkt erlendis, útbreiðslan er þar mest á sjúkrastofnunum en bakterían finnst einnig úti í samfélaginu. Ísland er eitt fárra landa heims þar sem meticillín ónæmir staphylokokkar hafa ekki náð fótfestu og er til mikils að vinna að svo verði áfram.
Skrifstofa forstjóra
Fréttatilkynning 12. nóvember 2002Öldrunarlækningadeild L-3 á Landspítala Landakoti lokað vegna bakteríunnar Staphylococcus aureus (MÓSA)
Öldrunarlækningadeild L-3 á Landspítala Landakoti hefur verið lokað vegna þess að þar hefur fundist meticillín ónæmur stofn af bakteríunni Staphylococcus aureus(MÓSA).Eftir að upp kom meticillín ónæmur stofn af bakteríunni MÓSA á bæklunarskurðlækningadeild A-4 á Landspítala Fossvogi um miðjan síðasta mánuð var gerð umfangsmikil leit að bakteríunni meðal sjúklinga, sem legið höfðu á deild A-4 og útskrifast þaðan á aðrar sjúkrastofnanir. Einn sjúklingur, sem útskrifast hafði á Hrafnistu og 3 sjúklingar, sem útskrifast höfðu á deild L-3 á Landakoti reyndust bera bakteríuna. Á Hrafnistu dreifðist bakterían ekki, en á deild L-3 á Landakoti hefur hún nú fundist í 3 vistmönnum til viðbótar og 8 starfsmönnum. Hér er í öllum tilfellum um að ræða einkennalausa einstaklinga, þ.e. að bakterían er til staðar, en hefur ekki valdið sýkingu. Af þessum sökum hefur deild L-3 nú verið lokað fyrir innlögnum og verður hún sótthreinsuð. Á meðan þær aðgerðir standa yfir verða sjúklingar vistaðir á deild L-4 á Landakoti. Þeir sjúklingar og starfsmenn sem greinst hafa með bakteríuna hafa ýmist þegar lokið, eru á eða munu fá viðeigandi meðferð. Starfsmennirnir verða frá vinnu í nokkra daga.
MÓSA bakteríur valda heilbrigðum einstaklingum ekki vandkvæðum en geta valdið spítalasýkingum sem erfitt er að meðhöndla.
Bakterían var mjög sjaldgæf hér á landi en síðustu tvö árin hefur tilfellum fjölgað verulega. Hún er vel þekkt erlendis, útbreiðslan er þar mest á sjúkrastofnunum en bakterían finnst einnig úti í samfélaginu. Ísland er eitt fárra landa heims þar sem meticillín ónæmir staphylokokkar hafa ekki náð fótfestu og er til mikils að vinna að svo verði áfram.