Framkvæmdastjórn hefur staðfest skýrslu um stefnumótun í upplýsingatækni á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Í starfshópnum sem framkvæmdastjórn skipaði til að vinna skýrsluna voru Ingólfur Þórisson framkvæmdastjóri tækni og eigna, formaður, Magnús Pétursson forstjóri LSH, Anna Lilja Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga, Niels Chr. Nielsen aðstoðarmaður framkvæmdastjóra lækninga, Lilja Stefánsdóttir aðstoðarmaður framkvæmdastjóra hjúkrunar og Baldur Johnsen sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs (UTS). Með hópnum störfuðu Viðar Viðarson ráðgjafi og Hulda Guðmundsdóttir verkefnastjóri á upplýsingatæknisviði.
Samkvæmt skipunarbréfi var starfshópnum ætlað að:
- Lýsa fyrirkomulagi upplýsingatæknimála á LSH.
- Greina viðfangsefnið þannig að móta megi um það stefnu í víðum skilningi þar á meðal með tilliti til öryggis, rekstrar o.fl.
- Gera tillögur um framtíðaruppbyggingu helstu þátta málaflokksins. Skilgreina markmið og leiðir sem til álita koma.
- Leggja drög að framkvæmdaáætlun.