Barnasvið heldur jólatrésskemmtun í Fossvogi og aðra við Hringbraut. Á þessar skemmtanir koma tveir jólasveinar og hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar og Helga Möller leika fyrir dansi. Í boði verður heitt kakó og kökur og Kiwanisklúbbarnir Brú og Eldey gefa sælgætispoka.
Í Fossvogi verður jólaballið í matsalnum miðvikudaginn 11. desember kl. 15:00-17:00. Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson segir þar nokkur orð. Jólaballið við Hringbraut verður í matsalnum fimmtudaginn 12. desember kl. 15:00-17:00 og þar segir sr. Ingileif Malmberg nokkur orð. Á jólaballinu við Hringbraut verður sýnt brot úr sýningu Loftkastalans um Benedikt búálf.
Jólaböll barnasviðs eru í boði Vífilfells, Smáralindar og jolasveinn.is.
Í Fossvogi verður jólaballið í matsalnum miðvikudaginn 11. desember kl. 15:00-17:00. Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson segir þar nokkur orð. Jólaballið við Hringbraut verður í matsalnum fimmtudaginn 12. desember kl. 15:00-17:00 og þar segir sr. Ingileif Malmberg nokkur orð. Á jólaballinu við Hringbraut verður sýnt brot úr sýningu Loftkastalans um Benedikt búálf.
Jólaböll barnasviðs eru í boði Vífilfells, Smáralindar og jolasveinn.is.