Framkvæmdastjórn hefur tekið ákvörðun um næsta skref varðandi staðsetningu deilda á sjúkrahúsinu. Þetta telst jafnframt í meginatriðum lokahnykkur á miklu breytingaferli sem fylgdi sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík. Á næsta ári verður lokið við endurbætur á göngudeildum og við flutning endurhæfingar. Þetta er um leið stór áfangi í þeirri stefnu að efla starfsemi dag- og göngudeilda á LSH. Gert er ráð fyrir að breytingarnar taki um tvö ár.
Í stórum dráttum felst eftirfarandi tilflutningur í ákvörðun framkvæmdastjórnar:
Á 4. hæð í eldhússbyggingu á Hringbraut verður blóðskilun, kennslustofur og skrifstofur.
Endurhæfing verður á 14D.
Á 13A-B-C verða skrifstofur og kennsluaðstaða.
Á 14C og 11F til 14F verða skrifstofur og vinnurými tengt legudeildum.
Á 11A fara þvagfærarannsóknir.
Á 11B, C verður dag- og göngudeild blóð- og krabbameinsdeilda.
Á 11C, D verður speglun og hjartarannsóknir.
Á 10E-F verða göngudeildir, þ.e. almenn göngudeild, svo og göngudeild fyrir hjartasjúklinga og göngudeild fyrir sykursjúka - einnig innskriftarmiðstöð.
Á B-3 í Fossvogi verður innskriftarmiðstöð.
Húðdeild flyst á Landakot, sem er tímabundin lausn.
Í "Ljósmæðraskólanum" verður athuguð nýting á skrifstofum í tengslum við það að húsnæði losnar í A og B álmu við flutning vökudeildar og krabbameinslækna af 20A.
Lýtadeild fer í Fossvog.
Rætt hefur verið um að öldunarsvið fái tímabundin afnot af B-5.
Í stórum dráttum felst eftirfarandi tilflutningur í ákvörðun framkvæmdastjórnar:
Á 4. hæð í eldhússbyggingu á Hringbraut verður blóðskilun, kennslustofur og skrifstofur.
Endurhæfing verður á 14D.
Á 13A-B-C verða skrifstofur og kennsluaðstaða.
Á 14C og 11F til 14F verða skrifstofur og vinnurými tengt legudeildum.
Á 11A fara þvagfærarannsóknir.
Á 11B, C verður dag- og göngudeild blóð- og krabbameinsdeilda.
Á 11C, D verður speglun og hjartarannsóknir.
Á 10E-F verða göngudeildir, þ.e. almenn göngudeild, svo og göngudeild fyrir hjartasjúklinga og göngudeild fyrir sykursjúka - einnig innskriftarmiðstöð.
Á B-3 í Fossvogi verður innskriftarmiðstöð.
Húðdeild flyst á Landakot, sem er tímabundin lausn.
Í "Ljósmæðraskólanum" verður athuguð nýting á skrifstofum í tengslum við það að húsnæði losnar í A og B álmu við flutning vökudeildar og krabbameinslækna af 20A.
Lýtadeild fer í Fossvog.
Rætt hefur verið um að öldunarsvið fái tímabundin afnot af B-5.