Karl Logason sérfræðingur í almennum skurðlækningum og æðaskurðlækningum hefur verið ráðinn sérfræðingur við æðaskurðlækningadeild á Landspítala Fossvogi frá 1. desember 2002 að telja. Karl mun ásamt almennum sérfræðistörfum við deildina sjá um rannsóknarstofu æðaskurðlækninga sem komið verður á fót á næsta ári. Staðan er veitt að undangenginni auglýsingu um stöðuna og mati stöðunefndar landlæknis og stöðunefndar LSH.
Karl, sem er 40 ára að aldri, lauk embættisprófi í lækningum frá Háskóla Íslands í júní 1988. Hann stundaði framhaldsnám í skurðlækningum og æðaskurðlækningum í Svíþjóð og lauk doktorsprófi við Háskólann í Uppsala í maí 2001 í æðaskurðlækningum.