Nýr vefur Blóðbankans var opnaður með viðhöfn í húsakynnum hans föstudaginn 10. janúar 2003. Það kom í hlut tveggja blóðgjafa að opna vefinn, Gísla Ragnars Gíslasonar og Hörpu Vilbergsdóttur. Ína Hjálmarsdóttir forstöðumaður í Blóðbankanum færði þeim blóm í þakklætisskyni. Hún og Marín Þórsdóttir mannfræðingur (t.v.)hafa unnið að nýja vefnum af hálfu Blóðbankans, með Birni Guðmundssyni í Gagnasmiðjunni og Jóni Baldvin Halldórssyni upplýsingafulltrúa. Athöfnin í Blóðbankanum var stutt og starfsfólkið óðara komið aftur í daglegar annir, enda komnir tveir ungir menn í heimsókn til að gefa blóð.
Blóðgjafar opnuðu vefinn
Það kom í hlut tveggja blóðgjafa að opna nýja Blóðbankavefinn.
Nýr vefur Blóðbankans var opnaður með viðhöfn í húsakynnum hans föstudaginn 10. janúar 2003. Það kom í hlut tveggja blóðgjafa að opna vefinn, Gísla Ragnars Gíslasonar og Hörpu Vilbergsdóttur. Ína Hjálmarsdóttir forstöðumaður í Blóðbankanum færði þeim blóm í þakklætisskyni. Hún og Marín Þórsdóttir mannfræðingur (t.v.)hafa unnið að nýja vefnum af hálfu Blóðbankans, með Birni Guðmundssyni í Gagnasmiðjunni og Jóni Baldvin Halldórssyni upplýsingafulltrúa. Athöfnin í Blóðbankanum var stutt og starfsfólkið óðara komið aftur í daglegar annir, enda komnir tveir ungir menn í heimsókn til að gefa blóð.