Bandaríski kvikmyndaleikarinn Paul Newman gaf Barnaspítala Hringsins 5 hjarta- og öndunarvaka, að verðmæti 5,2 milljónir króna, í tilefni opnunarinnar 26. janúar 2003. Á síðustu árum hefur Paul Newman varið sem nemur 42 milljónum króna til góðgerðarmála á Íslandi. Langmestur hluti fjárins hefur runnið til veikra barna, þar af 25 milljónir til Barnaspítala Hringsins í formi tækjagjafa eða framlaga í byggingarsjóð.
Ursula Gwynne, vinkona Paul Newmans, afhenti gjöfina og flutti hamingjuóskir frá gefandanum. Hún hefur starfað með Newman síðan hann stofnsetti fyrirtækið Newman´s Own. Allur ágóði af sölu varanna frá Newman´s Own rennur til góðgerðarmála.
Auk Ursula Gwynne eru á myndinni starfsmenn á Barnaspítala Hringsins, Ásgeir Haraldsson prófessor og forstöðumaður fræðasviðs, Gillian Holt hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í hjúkrunar krabbameinsveikta barna, Gunnlaugur Sigfússon sviðsstjóri lækninga og Magnús Ólafsson sviðsstjóri hjúkrunar. Lengst til hægri er Eygló Ólafsdóttir starfsmaður Karls K. Karlssonar heildverslunar sem hefur umboð fyrir Newman´s Own vörurnar.