Guðbrandur Örn Arnarson markaðsstjóri EJS hf. færði Barnaspítala Hringsins á dögunum tvær Dell tölvur.
Tölvurnar verða notaðar sem samskiptatæki fyrir börn og foreldra og er ætlað að auðvelda þeim dvölina á Barnaspítala Hringsins.
Það mun án efa skipta miklu fyrir foreldra sem dvelja langdvölum á spítalanum að geta verið í tölvupóstsamskiptum vegna vinnu sinnar og í samskiptum við vini og vandamenn.
EJS var stofnað árið 1939 og er elsta starfandi fyrirtækið á sviði upplýsingatækni á Íslandi. EJS hefur um árabil styrkt aðila sem vinna að góðgerðar- og líknarmálum með ýmsum hætti.
Nú hefur EJS ákveðið að í stað margra smárra styrkja, komi einn veglegur styrkur. Í ár hefur verið ákveðið að veita liðsinni aðstandendum langveikra barna á Barnaspítala Hringsins.
Mynd: Sviðsstjórarnir Gunnlaugur Sigfússon og Magnús Ólafsson tóku við tölvunum fyrir hönd Barnaspítalans.
Tölvurnar verða notaðar sem samskiptatæki fyrir börn og foreldra og er ætlað að auðvelda þeim dvölina á Barnaspítala Hringsins.
Það mun án efa skipta miklu fyrir foreldra sem dvelja langdvölum á spítalanum að geta verið í tölvupóstsamskiptum vegna vinnu sinnar og í samskiptum við vini og vandamenn.
EJS var stofnað árið 1939 og er elsta starfandi fyrirtækið á sviði upplýsingatækni á Íslandi. EJS hefur um árabil styrkt aðila sem vinna að góðgerðar- og líknarmálum með ýmsum hætti.
Nú hefur EJS ákveðið að í stað margra smárra styrkja, komi einn veglegur styrkur. Í ár hefur verið ákveðið að veita liðsinni aðstandendum langveikra barna á Barnaspítala Hringsins.
Mynd: Sviðsstjórarnir Gunnlaugur Sigfússon og Magnús Ólafsson tóku við tölvunum fyrir hönd Barnaspítalans.